Ásdís á sjúkrahús vegna COVID-19: Sturta er núna eins og erfið CrossFit æfing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 08:30 Ásdís Hjalmsdóttir átti frábæran feril í spjótkastinu sem endaði í ágúst síðastliðnum. Getty/Bernd Thissen Afrekskonan Ásdís Hjálmsdóttir varar fólk við því að smitast af kórónuveirunni en hún veiktist sjálf mjög illa og þurfti að eyða viku á sjúkrahúsi. Spjótkastarinn segir farir sínar ekki sléttar eftir kynni sín af COVID-19 sjúkdóminum í myndbandi á samfélagsmiðlum Ásdísar. Þar ræðir hún opinskátt um veikindi sín undanfarnar tvær vikur. „Hæ allir. Það hefur verið langt síðan að þið heyrðuð frá mér og ég vildi aðallega láta ykkur vita að ég sé á lífi. Ég vil segja ykkur frá minni reynslu af því að fá Covid,“ segir Ásdís í upphafi myndbandsins. „Ég veit ekki hvort þið þekkið mína sögu en ég fékk nýverið kórónuveiruna. Þið verðið því að afsaka það ef ég er andstutt eða fæ hóstaköst. Mér fannst mjög mikilvægt að koma hingað inn og tala um þessa reynslu mína. Mér finnst nefnilega fólk, þá sérstaklega ungt fólk utan áhættuhópa, vanmeta þennan sjúkdóm,“ sagði Ásdís. Hversu rangt hafði ég fyrir mér í því „Ég var ein ykkar. Ég trúði því að ef ég fengi þetta þá myndi ég vera einkennalaus en kannski tapa bragð- eða lyktarskini. Þetta myndi ekki vera meira mál en það og trúði aldrei að ég myndi lenda svona illa í þessu. En maður lifandi. Hversu rangt hafði ég fyrir mér í því?“ sagði Ásdís. Eiginmaður Ásdísar veiktist og hún sjálf skömmu síðar. Þetta gerðist fyrir tveimur vikum. Hún lýsir miklum hita og gríðarlegum höfuðverk, sem varð verri og verri. Seinna hafi hóstaköstin aukist stanslaust þar til að hún átti orðið erfitt með andardrátt og var að lokum lögð inn á sjúkrahús. Þar lá hún í heila viku en kom aftur heim á föstudaginn var. Valin frjálsíþróttakona ársins á dögunum Ásdís Hjálmsdóttir var á dögunum valin frjálsíþróttakona ársins en árið 2020 var síðasta keppnisár hennar á ferlinum því hún ákvað að leggja frjálsíþróttaskóna á hilluna í haust. Þetta kom því fyrir unga afreksíþróttakonu sem var nýhætt en hélt sér í frábæru formi og borðaði hollan mat. „Ég var að gera allt sem ég gat til að lifa eins heilbrigðu lífi og ég gat. Ég var að æfa og svaf átta til níu tíma á hverri nóttu. Ég borðaði hollan mat og ég held að ég hafi ekkert getað gert neitt annað til að lifa heilbrigðara lífi þegar ég veiktist,“ sagði Ásdís. Þurfti að fara í öndunarvél Ásdís þurfti samt á hjálp öndunarvélar að halda á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi um ástand sitt að það hafi reynst henni gríðarlega mikil áskorun að fara á salernið. „Þetta er því eins og rússnesk rúlletta. Þið haldið kannski að þið séu örugg af því að þið eru ung og heilbrigð en það er ekki rétt. Ástæða þess að ég er að segja frá þessu er að jólin nálgast og ég vil að þið gerið allt til að verja sjálf ykkur og aðra fyrir þessum sjúkdómi. Þetta er ekkert grín,“ sagði Ásdís. „Eins og þið sjáið þá var ég að koma úr sturtu. Bara það að fara í sturtu og þvo mér um hárið er eins og fara að fara á CrossFit æfingu. Ég er andstutt bara af því að sitja hér og tala,“ sagði Ásdís. Hún notar flautu sem hún blæs í til að þjálfa lungun og hefur líka farið í göngu með hundana sína og segist fegin að vera ekki í atvinnumennsku í íþrótt sinni lengur. Allt myndbandið með Ásdísi má sjá að neðan. View this post on Instagram A post shared by A sdi s Hja lms Annerud PhD (@asdishjalms) Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira
Spjótkastarinn segir farir sínar ekki sléttar eftir kynni sín af COVID-19 sjúkdóminum í myndbandi á samfélagsmiðlum Ásdísar. Þar ræðir hún opinskátt um veikindi sín undanfarnar tvær vikur. „Hæ allir. Það hefur verið langt síðan að þið heyrðuð frá mér og ég vildi aðallega láta ykkur vita að ég sé á lífi. Ég vil segja ykkur frá minni reynslu af því að fá Covid,“ segir Ásdís í upphafi myndbandsins. „Ég veit ekki hvort þið þekkið mína sögu en ég fékk nýverið kórónuveiruna. Þið verðið því að afsaka það ef ég er andstutt eða fæ hóstaköst. Mér fannst mjög mikilvægt að koma hingað inn og tala um þessa reynslu mína. Mér finnst nefnilega fólk, þá sérstaklega ungt fólk utan áhættuhópa, vanmeta þennan sjúkdóm,“ sagði Ásdís. Hversu rangt hafði ég fyrir mér í því „Ég var ein ykkar. Ég trúði því að ef ég fengi þetta þá myndi ég vera einkennalaus en kannski tapa bragð- eða lyktarskini. Þetta myndi ekki vera meira mál en það og trúði aldrei að ég myndi lenda svona illa í þessu. En maður lifandi. Hversu rangt hafði ég fyrir mér í því?“ sagði Ásdís. Eiginmaður Ásdísar veiktist og hún sjálf skömmu síðar. Þetta gerðist fyrir tveimur vikum. Hún lýsir miklum hita og gríðarlegum höfuðverk, sem varð verri og verri. Seinna hafi hóstaköstin aukist stanslaust þar til að hún átti orðið erfitt með andardrátt og var að lokum lögð inn á sjúkrahús. Þar lá hún í heila viku en kom aftur heim á föstudaginn var. Valin frjálsíþróttakona ársins á dögunum Ásdís Hjálmsdóttir var á dögunum valin frjálsíþróttakona ársins en árið 2020 var síðasta keppnisár hennar á ferlinum því hún ákvað að leggja frjálsíþróttaskóna á hilluna í haust. Þetta kom því fyrir unga afreksíþróttakonu sem var nýhætt en hélt sér í frábæru formi og borðaði hollan mat. „Ég var að gera allt sem ég gat til að lifa eins heilbrigðu lífi og ég gat. Ég var að æfa og svaf átta til níu tíma á hverri nóttu. Ég borðaði hollan mat og ég held að ég hafi ekkert getað gert neitt annað til að lifa heilbrigðara lífi þegar ég veiktist,“ sagði Ásdís. Þurfti að fara í öndunarvél Ásdís þurfti samt á hjálp öndunarvélar að halda á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi um ástand sitt að það hafi reynst henni gríðarlega mikil áskorun að fara á salernið. „Þetta er því eins og rússnesk rúlletta. Þið haldið kannski að þið séu örugg af því að þið eru ung og heilbrigð en það er ekki rétt. Ástæða þess að ég er að segja frá þessu er að jólin nálgast og ég vil að þið gerið allt til að verja sjálf ykkur og aðra fyrir þessum sjúkdómi. Þetta er ekkert grín,“ sagði Ásdís. „Eins og þið sjáið þá var ég að koma úr sturtu. Bara það að fara í sturtu og þvo mér um hárið er eins og fara að fara á CrossFit æfingu. Ég er andstutt bara af því að sitja hér og tala,“ sagði Ásdís. Hún notar flautu sem hún blæs í til að þjálfa lungun og hefur líka farið í göngu með hundana sína og segist fegin að vera ekki í atvinnumennsku í íþrótt sinni lengur. Allt myndbandið með Ásdísi má sjá að neðan. View this post on Instagram A post shared by A sdi s Hja lms Annerud PhD (@asdishjalms)
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira