Ástarpungar í umbúðum frá kvenfélagskonum á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2020 20:04 Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar með prjónana sína en hún segist vera mjög stolt af sínum konum í félaginu, sem taka þátt í verkefninu á fullum krafti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur á Hvolsvelli slá ekki slöku við í heimsfaraldri því þær prjóna út í eitt því þær ætla sér að prjóna þrjú hundruð hluti í sérstöku áheitaprjóni. Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira