Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 18:47 Rögnvaldur segir að bíða þurfi dagsbirtu til að meta tjónið á húsunum sem lentu í aurskriðunni. Davíð Kristinsson Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira