Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 23:17 Flugher Aserbaídsjan heldur sigurgöngu í Bakú. Getty/Aziz Karimov Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. Mennirnir eru sagðir hafa tekið upp glæpi sína og birt myndböndin á samfélagsmiðlum. Tveir hermenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að hafa eyðilagt legsteina Armeníumanna. Ríkissaksóknari Aserbaídsjan sagði að tilfellin gengju þvert á hugmyndir og viðhorf Asersku þjóðarinnar. Aserbaídsjan og Armenía skrifuðu undir friðarsamning í byrjun nóvember og hafa þegar hafið fangaskipti, en þau fyrstu fóru fram í dag. Héraðið Nagorno-Karabakh hefur lengi verið deiluefni Armena og Asera. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en meirihluti íbúa þess er af Armenskum uppruna og hefur armenski meirihlutinn farið með stjórn þess frá því að sex ára stríði milli ríkjanna um svæðið lauk árið 1994. Átök milli ríkjanna hófust að nýju vegna héraðsins í lok september síðastliðnum og féllu um fimm þúsund hermenn úr báðum fylkingum. Minnst 143 almennir borgarar dóu í átökunum og þúsundir þurftu að flýja heimili sín. Rússar komu að gerð friðarsamnings milli ríkjanna tveggja í byrjun nóvember en báðar hliðar hafa sakað hina um að hafa brotið friðarsamninginn. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan tilkynnti á sunnudag að fjórir aserskir hermenn hafi fallið í nýlegum átöku í héraðinu. Þá hefur Armenía sagt að sex af hermönnum þeirra hafi særst þegar Aserskar hersveitir gerðu atlögu að þeim. Aserbaídsjan Armenía Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Mennirnir eru sagðir hafa tekið upp glæpi sína og birt myndböndin á samfélagsmiðlum. Tveir hermenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að hafa eyðilagt legsteina Armeníumanna. Ríkissaksóknari Aserbaídsjan sagði að tilfellin gengju þvert á hugmyndir og viðhorf Asersku þjóðarinnar. Aserbaídsjan og Armenía skrifuðu undir friðarsamning í byrjun nóvember og hafa þegar hafið fangaskipti, en þau fyrstu fóru fram í dag. Héraðið Nagorno-Karabakh hefur lengi verið deiluefni Armena og Asera. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en meirihluti íbúa þess er af Armenskum uppruna og hefur armenski meirihlutinn farið með stjórn þess frá því að sex ára stríði milli ríkjanna um svæðið lauk árið 1994. Átök milli ríkjanna hófust að nýju vegna héraðsins í lok september síðastliðnum og féllu um fimm þúsund hermenn úr báðum fylkingum. Minnst 143 almennir borgarar dóu í átökunum og þúsundir þurftu að flýja heimili sín. Rússar komu að gerð friðarsamnings milli ríkjanna tveggja í byrjun nóvember en báðar hliðar hafa sakað hina um að hafa brotið friðarsamninginn. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan tilkynnti á sunnudag að fjórir aserskir hermenn hafi fallið í nýlegum átöku í héraðinu. Þá hefur Armenía sagt að sex af hermönnum þeirra hafi særst þegar Aserskar hersveitir gerðu atlögu að þeim.
Aserbaídsjan Armenía Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02
Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37
Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57