Sigurður Ingi segir samtal um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 07:33 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann segir fyrirvara Framsóknarmanna við málið vera alveg skýrir og verði frumvarpið ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. Þetta segir Sigurður Ingi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að þingflokkar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri sterka fyrirvara við frumvarpið og segir Sigurður Ingi að fyrirvarar Framsóknarmanna séu alveg skýrir og verði það ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu „í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi þjóðgarðurinn ná yfir um 32 prósent af flatarmáli landsins. Njáll Trausti mun ekki greiða atkvæði með Efasemdaraddir hafa heyrst úr röðum stjórnarþingmanna. Þannig hefur Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagt frumvarpið vera í „fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það er núna. Stuðningurinn meiri en áður Fyrr í mánuðinum sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu að víðtækt samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og viti hann að stuðningur við málið sé það miklu meiri en áður. „Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ sagði Guðmundur þá. Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að þingflokkar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri sterka fyrirvara við frumvarpið og segir Sigurður Ingi að fyrirvarar Framsóknarmanna séu alveg skýrir og verði það ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu „í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi þjóðgarðurinn ná yfir um 32 prósent af flatarmáli landsins. Njáll Trausti mun ekki greiða atkvæði með Efasemdaraddir hafa heyrst úr röðum stjórnarþingmanna. Þannig hefur Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagt frumvarpið vera í „fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það er núna. Stuðningurinn meiri en áður Fyrr í mánuðinum sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu að víðtækt samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og viti hann að stuðningur við málið sé það miklu meiri en áður. „Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ sagði Guðmundur þá.
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11
Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18