Keane og Neville: Solskjær verður að láta liðið spila Man Utd leikstílinn og vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 09:30 Þjálfarar Manchester-liðanna eru hér eflaust að ræða mikilvægi þess að virða stigið en það gerðu bæði Man United og Man City er liðin mættust í gær. EPA-EFE/Paul Ellis Roy Keane og Gary Neville, fyrrum leikmenn Manchester United, segja að Ole Gunnar Solskjær verði að vinna titla og reyna að stýra stórleikjum. Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. „Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum. Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla „Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“ „Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville. Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 „Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21 Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. „Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum. Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla „Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“ „Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville. Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 „Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21 Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21
Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00