Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 12:37 Jón Óttar hefur starfað fyrir Samherja undanfarin ár. Youtube Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja. James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor, er skráður fyrir félaginu, en nokkur hundruð milljónir króna eru sagðar hafa verið millifærðar á reikning félagsins í Dúbaí á árunum 2014 til 2019. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í greinagerð ríkissaksóknara í Namibíu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til tölvupóstssamskipta Jóna Óttars og Hatuikulipi þar sem Jón Óttar sagðist telja ólíklegt að yfirvöld myndu finna greiðslurnar. Þremur reikningum hefði verið lokað og yfirvöld hefðu ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsgreiðslum. Úr greinagerð ríkissaksóknara. Í samskiptum þeirra var því velt upp hvort Samherji ætti að útbúa skjöl til þess að réttlæta þær greiðslur sem höfðu farið fram. Er Jón Óttar sagður hafa lýst því yfir að það gæti leitt til þess að peningaslóðin myndi finnast. Ríkissaksóknari í Namibíu fer fram á að tvö skip Samherja verði kyrrsett og er sú krafa byggð á því að skipin hafi verið nýtt til þess að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja. Samherji birti í gær yfirlýsingu þar sem því var hafnað að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Í svari Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sagði hann ekkert nýtt vera í fréttaflutningnum. Engar sönnur hefðu verið færðar á ásakanirnar og Samherji væri staðráðinn í því að verja fyrirtækið og tengd félög af krafti. Samherjaskjölin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor, er skráður fyrir félaginu, en nokkur hundruð milljónir króna eru sagðar hafa verið millifærðar á reikning félagsins í Dúbaí á árunum 2014 til 2019. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í greinagerð ríkissaksóknara í Namibíu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til tölvupóstssamskipta Jóna Óttars og Hatuikulipi þar sem Jón Óttar sagðist telja ólíklegt að yfirvöld myndu finna greiðslurnar. Þremur reikningum hefði verið lokað og yfirvöld hefðu ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsgreiðslum. Úr greinagerð ríkissaksóknara. Í samskiptum þeirra var því velt upp hvort Samherji ætti að útbúa skjöl til þess að réttlæta þær greiðslur sem höfðu farið fram. Er Jón Óttar sagður hafa lýst því yfir að það gæti leitt til þess að peningaslóðin myndi finnast. Ríkissaksóknari í Namibíu fer fram á að tvö skip Samherja verði kyrrsett og er sú krafa byggð á því að skipin hafi verið nýtt til þess að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja. Samherji birti í gær yfirlýsingu þar sem því var hafnað að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Í svari Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sagði hann ekkert nýtt vera í fréttaflutningnum. Engar sönnur hefðu verið færðar á ásakanirnar og Samherji væri staðráðinn í því að verja fyrirtækið og tengd félög af krafti.
Samherjaskjölin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira