Börn allt niður í nokkurra mánaða gömul á farsóttarhúsinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. desember 2020 18:51 Nokkrar barnafjölskyldur voru fluttar á farsóttarhúsið að Rauðarársstíg í gær. Smit þeirra eru tengd við klasasmit sem upp kom í húsnæði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur. Vísir/Frikki Tólf umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja í farsóttahúsinu eftir að hafa smitast í húsnæði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur. Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnuninni vísar á bug ásökunum um að sóttvörnum sé ábótavant í húsnæði á hennar vegum. Alls hafa átta íbúar í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greinst með kórónuveiruna, þar af sex í gær. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í úrræðinu greindist fyrr í vikunni og fóru aðrir íbúar í sóttkví. Um er að ræða tvö fjölbýlishús þar sem búa tæplega sextíu manns. „Þetta eru eins og hefðbundin fjölbýlishús. Þetta eru íbúðir með sér salernisaðstöðu og eldunaraðstöðu og svo bara sameiginlegur stigagangur. Mér skilst af þeim tölum sem við höfum farið yfir í dag að það séu núna þrettán manns í sóttkví í báðum húsunum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Þeir sem eru í sóttkví fá þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ. Segir sóttvörnum ábótavant Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, sagði í hádegisfréttum að það komi ekki á óvart að smit hafi komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Hún hafi til að mynda sjálf farið á staðina og séð að það vanti sápu og spritt. Þorsteinn segir að þetta sé ekki rétt. „Við höfum útvegað spritt og grímur fyrir alla sem þurfa og höfum lagt áherslu á að hafa spritt aðgengilegt á sem flestum stöðum í okkar úrræðum. Við höfum frá upphafi þessa faraldurs reynt að skapa aðstæður þar sem okkar skjólstæðingar geta hugað að sínum einstaklingbundnu sóttvörnum,“ segir Þorsteinn og bætir við að aðstaðan í úrræðinu í Hafnarfirði hafi einnig við góð. „Það hefur verið mikil viðvera starfsmanna frá Hafnarfjarðarbæ í þessu úrræði, meðal annars til að ráðleggja fólki með smitvarnir og alla aðra þjónustu sem fólk þarf í þessum aðstæðum,“ segir Þorsteinn. Barnafjölskyldur í hópi smitaðra Tólf voru fluttir á farsóttarhúsið frá búsetuúrræði Útlendingastofnunar en aðeins átta þeirra eru smitaðir. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhússins, segir það vegna þess að í hópnum sé mikið af börnum sem þurfi að fylgja foreldrum sínum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar.Vísir „ Í hópnum er mikið af börnum, mjög ungum börnum, allt frá nokkurra mánaða upp í þriggja ára. Sum barnanna eru smituð þannig að þá fylgja foreldrar þeim en svo er það líka að einhverjir foreldrar eru smitaðir og börnin verða að fylgja þeim að sama skapi,“ sagði Gylfi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir allt hafa gengið ljómandi vel frá því að hópurinn var fluttur á farsóttarhúsið í gærkvöldi. Ein fjölskyldan hafi verið þar áður og var hún meðal þeirra fyrstu sem kom í húsið þegar opnað var í mars. „Þá var konan með þriggja ára gamlan dreng með sér og ólétt. Nú er hún búin að eignast barnið og drengurinn orðinn bróðir. Það voru satt að segja fagnaðarfundir þegar þau komu í gær,“ segir Gylfi. En hvernig líður fólkinu almennt? „Sem betur fer hafa þetta ekki verið alvarleg veikindi hjá þeim hingað til en þetta er auðvitað bara að byrja hjá þeim veikindin þannig að við vitum ekki hvað verður. En við fylgjumst vel með þeim að sjálfsögðu,“ sagði Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Hópsmit á höfuðborgarsvæðinu og minnst átta smitaðir Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 10. desember 2020 22:28 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Alls hafa átta íbúar í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greinst með kórónuveiruna, þar af sex í gær. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í úrræðinu greindist fyrr í vikunni og fóru aðrir íbúar í sóttkví. Um er að ræða tvö fjölbýlishús þar sem búa tæplega sextíu manns. „Þetta eru eins og hefðbundin fjölbýlishús. Þetta eru íbúðir með sér salernisaðstöðu og eldunaraðstöðu og svo bara sameiginlegur stigagangur. Mér skilst af þeim tölum sem við höfum farið yfir í dag að það séu núna þrettán manns í sóttkví í báðum húsunum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Þeir sem eru í sóttkví fá þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ. Segir sóttvörnum ábótavant Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, sagði í hádegisfréttum að það komi ekki á óvart að smit hafi komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Hún hafi til að mynda sjálf farið á staðina og séð að það vanti sápu og spritt. Þorsteinn segir að þetta sé ekki rétt. „Við höfum útvegað spritt og grímur fyrir alla sem þurfa og höfum lagt áherslu á að hafa spritt aðgengilegt á sem flestum stöðum í okkar úrræðum. Við höfum frá upphafi þessa faraldurs reynt að skapa aðstæður þar sem okkar skjólstæðingar geta hugað að sínum einstaklingbundnu sóttvörnum,“ segir Þorsteinn og bætir við að aðstaðan í úrræðinu í Hafnarfirði hafi einnig við góð. „Það hefur verið mikil viðvera starfsmanna frá Hafnarfjarðarbæ í þessu úrræði, meðal annars til að ráðleggja fólki með smitvarnir og alla aðra þjónustu sem fólk þarf í þessum aðstæðum,“ segir Þorsteinn. Barnafjölskyldur í hópi smitaðra Tólf voru fluttir á farsóttarhúsið frá búsetuúrræði Útlendingastofnunar en aðeins átta þeirra eru smitaðir. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhússins, segir það vegna þess að í hópnum sé mikið af börnum sem þurfi að fylgja foreldrum sínum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar.Vísir „ Í hópnum er mikið af börnum, mjög ungum börnum, allt frá nokkurra mánaða upp í þriggja ára. Sum barnanna eru smituð þannig að þá fylgja foreldrar þeim en svo er það líka að einhverjir foreldrar eru smitaðir og börnin verða að fylgja þeim að sama skapi,“ sagði Gylfi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir allt hafa gengið ljómandi vel frá því að hópurinn var fluttur á farsóttarhúsið í gærkvöldi. Ein fjölskyldan hafi verið þar áður og var hún meðal þeirra fyrstu sem kom í húsið þegar opnað var í mars. „Þá var konan með þriggja ára gamlan dreng með sér og ólétt. Nú er hún búin að eignast barnið og drengurinn orðinn bróðir. Það voru satt að segja fagnaðarfundir þegar þau komu í gær,“ segir Gylfi. En hvernig líður fólkinu almennt? „Sem betur fer hafa þetta ekki verið alvarleg veikindi hjá þeim hingað til en þetta er auðvitað bara að byrja hjá þeim veikindin þannig að við vitum ekki hvað verður. En við fylgjumst vel með þeim að sjálfsögðu,“ sagði Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Hópsmit á höfuðborgarsvæðinu og minnst átta smitaðir Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 10. desember 2020 22:28 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44
Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23
Hópsmit á höfuðborgarsvæðinu og minnst átta smitaðir Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 10. desember 2020 22:28