Fíkn ekki leyst með lagasetningu Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2020 14:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda. Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01