Kona fékk ofgreiddar bætur, missti húsið og Tryggingastofnun uppskar 65 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 11:53 Tryggingastofnun krafðist nauðungasölu á fasteign konunnar við innheimtu á 590 þúsund krónum. Sneri innheimtan að ofgreiddum bótum. Sigríður Lillý Baldursdóttir er forstjóri TR. Umboðsmaður Alþingis telur að Tryggingastofnun hafi ekki gætt meðalhófs við innheimtu í máli konu sem krafin var um endurgreiðslu á 590 þúsund krónum vegna ofgreiddra bóta. Stofnunin krafðist nauðungarsölu á fasteign í eigu konunnar sem boðin var upp og seld á 23 milljónir króna. Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira