Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. desember 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“ Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira