Geðheilbrigðismálin ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2020 15:53 Svandís Svavarsdóttir Vísir/Sigurjón Heilbrigðisráðherra mun taka mið af þeim ábendingum sem komu fram á geðheilbrigðisþingi í morgun frá sérfræðingum jafnt sem notendum geðheilbrigðisþjónustu við smíði nýrrar geðheilbrigðisstefnu til 2030. Hún segir brýnasta ákallið á sviði geðheilbrigðismála vera betri samþættingu ólíkra kerfa samfélagsins. Geðheilbrigðismálin séu ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, stóð fyrir geðheilbrigðisþingi í morgun sem var sýnt í beinu streymi. Fyrirkomulag þingsins var með opnu og gagnvirku sniði því áhorfendur heima í stofu gátu gert athugasemdir og spurt spurninga á eftir hverju erindi. Svandís segir að hún leggi mikið upp úr því að við borðið séu ekki bara sérfræðingar og stjórnendur heldur líka sjálft fólkið sem nýtir sér geðheilbrigðisþjónustuna. Svandís var spurð hvort afrakstur stefnumótunar þingsins yrði lagður til grundvallar nýrri geðheilbrigðisstefnu. „Nú er það þannig að stefnan sem er í gildi og aðgerðaráætlunin rennur sitt skeið á þessu ári, 2020, þannig að nú erum við að leggja grunn að áherslum og verkefnum til 2030. Þegar við verðum búin að fá efniviðinn úr deginum í dag þá setjum við upp aðgerðir og áætlanir sem við munum síðan birta á vef stjórnarráðsins og í samráðsgáttinni þannig að þá getur fólk gert athugasemdir. Það er virkilegur vilji til þess að þessi leið til stefnumótunar, þessi opna leið, skili sér í raunverulegum aðgerðum.“ Svandís segir aðspurð að brýnasta ákallið í geðheilbrigðismálum sé samþætting mismunandi kerfa samfélagsins og að notendur fái sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. „Það má eiginlega segja að geðheilbrigðismálin hafi verið jaðarmál mjög lengi og á undanförnum árum hefur það verið mitt markmið að koma þeim meira inn í kastljósið, að við séum meira að hugsa um þau alltaf, vegna þess að líkamleg og geðræn heilsa helst algjörlega í hendur. Ef okkur líður illa líkamlega eða erum veik þá kemur það niður á geðheilbrigði og á sama hátt ef við erum í alvarlegum geðheilbrigðisvanda þá kemur það líka niður á okkar líkamlegu heilsu þannig að það er ekki hægt að taka þetta í sundur. Í því felst mesta ákallið; að hafa þjónustuna samþættari og að þjónustukerfin okkar öll séu að tala saman; heilbrigðiskerfið og skólakerfið, félagsþjónustan og að notendur séu við borðið.“ Barst talið þá að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu en í vor samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp um að fella sálfræðiþjónustu undir almannatryggingakerfið. Hvenær getur fólk átt von á að þetta muni raungerast og að fjárhagsvandræði standi ekki í vegi fyrir nauðsynlegri sálfræðiþjónustu? „Í fyrsta lagi viljum við tryggja að það sé greiður aðgangur að sálfræðingum hjá heilsugæslunni og að við séum að huga að geðrækt í öllu kerfinu; líka í skólakerfinu okkar, á vinnustöðum og í samfélaginu öllu þannig að það sé ekki bara miðað við að maður fái viðtal hjá sérfræðingi. Hins vegar höfum við núna tekið til hliðar hundrað milljónir til að fara í samninga við sjálfstætt starfandi sálfræðinga til að tryggja að viðtöl hjá þeim falli undir greiðsluþátttökukerfið og þar með sé sú þjónusta aðgengilegri þannig að við erum þá í raun og veru að bæta við aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu á fyrsta stigi í heilsugæslunni, á öðru stigi í geðheilsuteymunum og hjá sjálfstætt starfandi og síðan auðvitað á þriðja stiginu sem er þjónusta á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Landspítalanum.“ Svandís segir að sérstaklega hafi verið horft til erfiðleika vegna faraldursins sem nú geisar. Ákveðið hefði verið að setja 540 milljónir í heilsugæsluna um land allt til að hún sé betur mönnuð og til að koma til móts við álagið sem stafar af faraldrinum. Faraldurinn sé ekki bara glíma hvers og eins heldur samfélagsins alls sem sé undir mjög sérstöku og óvenjulegu álagi. „Við erum líka að leggja til þessa upphæð áfram á árinu 2021 þannig að við viljum þétta öryggisnetið okkar til þess að það grípi sem flesta vegna þess að þetta er álag og þetta reynir á okkur öll, á þolgæði og úthald okkar allra. Flest okkar komast í gegnum það vel en við þurfum að huga vel að okkur og passa upp á okkur en ekki síst að horfa í kringum okkur og passa upp á hvert annað. Nú þegar við erum að fara inn í jólamánuðinn þá þurfum við að hugsa til þeirra sem ekki búa við þétt fjölskyldunet og þá sem eru einir.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: Opið þing um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum Geðheilbrigðisþing sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað til hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11:15. Ráðstefnan hefst með opnunarávarpi ráðherra en svo taka við stutt erindi leik- og fagmanna um efnið sem lýkur svo með pallborðsumræðum. Hægt er að fylgjast með þinginu hér á Vísi. 9. desember 2020 08:55 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, stóð fyrir geðheilbrigðisþingi í morgun sem var sýnt í beinu streymi. Fyrirkomulag þingsins var með opnu og gagnvirku sniði því áhorfendur heima í stofu gátu gert athugasemdir og spurt spurninga á eftir hverju erindi. Svandís segir að hún leggi mikið upp úr því að við borðið séu ekki bara sérfræðingar og stjórnendur heldur líka sjálft fólkið sem nýtir sér geðheilbrigðisþjónustuna. Svandís var spurð hvort afrakstur stefnumótunar þingsins yrði lagður til grundvallar nýrri geðheilbrigðisstefnu. „Nú er það þannig að stefnan sem er í gildi og aðgerðaráætlunin rennur sitt skeið á þessu ári, 2020, þannig að nú erum við að leggja grunn að áherslum og verkefnum til 2030. Þegar við verðum búin að fá efniviðinn úr deginum í dag þá setjum við upp aðgerðir og áætlanir sem við munum síðan birta á vef stjórnarráðsins og í samráðsgáttinni þannig að þá getur fólk gert athugasemdir. Það er virkilegur vilji til þess að þessi leið til stefnumótunar, þessi opna leið, skili sér í raunverulegum aðgerðum.“ Svandís segir aðspurð að brýnasta ákallið í geðheilbrigðismálum sé samþætting mismunandi kerfa samfélagsins og að notendur fái sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. „Það má eiginlega segja að geðheilbrigðismálin hafi verið jaðarmál mjög lengi og á undanförnum árum hefur það verið mitt markmið að koma þeim meira inn í kastljósið, að við séum meira að hugsa um þau alltaf, vegna þess að líkamleg og geðræn heilsa helst algjörlega í hendur. Ef okkur líður illa líkamlega eða erum veik þá kemur það niður á geðheilbrigði og á sama hátt ef við erum í alvarlegum geðheilbrigðisvanda þá kemur það líka niður á okkar líkamlegu heilsu þannig að það er ekki hægt að taka þetta í sundur. Í því felst mesta ákallið; að hafa þjónustuna samþættari og að þjónustukerfin okkar öll séu að tala saman; heilbrigðiskerfið og skólakerfið, félagsþjónustan og að notendur séu við borðið.“ Barst talið þá að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu en í vor samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp um að fella sálfræðiþjónustu undir almannatryggingakerfið. Hvenær getur fólk átt von á að þetta muni raungerast og að fjárhagsvandræði standi ekki í vegi fyrir nauðsynlegri sálfræðiþjónustu? „Í fyrsta lagi viljum við tryggja að það sé greiður aðgangur að sálfræðingum hjá heilsugæslunni og að við séum að huga að geðrækt í öllu kerfinu; líka í skólakerfinu okkar, á vinnustöðum og í samfélaginu öllu þannig að það sé ekki bara miðað við að maður fái viðtal hjá sérfræðingi. Hins vegar höfum við núna tekið til hliðar hundrað milljónir til að fara í samninga við sjálfstætt starfandi sálfræðinga til að tryggja að viðtöl hjá þeim falli undir greiðsluþátttökukerfið og þar með sé sú þjónusta aðgengilegri þannig að við erum þá í raun og veru að bæta við aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu á fyrsta stigi í heilsugæslunni, á öðru stigi í geðheilsuteymunum og hjá sjálfstætt starfandi og síðan auðvitað á þriðja stiginu sem er þjónusta á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Landspítalanum.“ Svandís segir að sérstaklega hafi verið horft til erfiðleika vegna faraldursins sem nú geisar. Ákveðið hefði verið að setja 540 milljónir í heilsugæsluna um land allt til að hún sé betur mönnuð og til að koma til móts við álagið sem stafar af faraldrinum. Faraldurinn sé ekki bara glíma hvers og eins heldur samfélagsins alls sem sé undir mjög sérstöku og óvenjulegu álagi. „Við erum líka að leggja til þessa upphæð áfram á árinu 2021 þannig að við viljum þétta öryggisnetið okkar til þess að það grípi sem flesta vegna þess að þetta er álag og þetta reynir á okkur öll, á þolgæði og úthald okkar allra. Flest okkar komast í gegnum það vel en við þurfum að huga vel að okkur og passa upp á okkur en ekki síst að horfa í kringum okkur og passa upp á hvert annað. Nú þegar við erum að fara inn í jólamánuðinn þá þurfum við að hugsa til þeirra sem ekki búa við þétt fjölskyldunet og þá sem eru einir.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: Opið þing um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum Geðheilbrigðisþing sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað til hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11:15. Ráðstefnan hefst með opnunarávarpi ráðherra en svo taka við stutt erindi leik- og fagmanna um efnið sem lýkur svo með pallborðsumræðum. Hægt er að fylgjast með þinginu hér á Vísi. 9. desember 2020 08:55 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Bein útsending: Opið þing um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum Geðheilbrigðisþing sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað til hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11:15. Ráðstefnan hefst með opnunarávarpi ráðherra en svo taka við stutt erindi leik- og fagmanna um efnið sem lýkur svo með pallborðsumræðum. Hægt er að fylgjast með þinginu hér á Vísi. 9. desember 2020 08:55
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent