Króatía áfram með fullt hús stiga og Svartfjallaland komst naumlega áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 19:35 Leikmenn Króatíu fagna sigri dagsins. EPA-EFE/CLAUS FISKER Tveimur leikjum af fjórum á Evrópumóti kvenna í handbolta er nú lokið. Króatía og Svartfjallaland unnu bæði eins marks sigur og eru komin áfram í milliriðla. Króatía vann nauman eins marks sigur á Serbíu í C-riðli í kvöld, lokatölur 25-24. Króatía fer því áfram með fullt hús stiga að lokinni riðlakeppninni. Svarfjallaland vann einnig nauman eins marks sigur á Slóveníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli, lokatölur 26-25. Leikur Króatíu og Serbíu var gífurlega spennandi frá fyrstu mínútu. Var staðan jöfn 14-14 í hálfleik en í þeim síðari reyndust Króatar ögn sterkari. Vann liðið eins marks sigur, 25-24 og endar því C-riðil með fullt hús stiga. WATCH: Ana Debelic steals the ball in the dying seconds and ensures @HRStwitt take their third #ehfeuro2020 win #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/REsfYmtfSj— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020 Dora Krisnik var markahæst í liði Króatíu með sex mörk en Katarina Krpez-Slezak var markahæst með fimm mörk í liði Serbíu. Serbía er sem stendur í 3. sæti með tvö stig en Ungverjaland og Holland mætast síðar í kvöld. Svartafjallaland og Slóvenía mættust í hreinum úrslitaleik um sæti milliriðli. Liðin mættust í lokaleik A-riðils og fór það svo að Svartfellingar höfðu á endanum betur. Góð byrjun tryggði liðinu sigur en Svartfjallaland leiddi með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 15-9. Slóvenía klóraði í bakkann í síðari hálfleik en það dugði á endanum ekki til, lokatölur 26-25. Congratulations to @jokarad4, the @grundfos Player of the Match tonight for @rukometnisavez ! She was their top scorer with 9 goals#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/iCFnnbshuN— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020 Svartfjallaland kemst þar í milliriðil – án stiga – á meðan Slóvenía heldur heim á leið. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Króatía vann nauman eins marks sigur á Serbíu í C-riðli í kvöld, lokatölur 25-24. Króatía fer því áfram með fullt hús stiga að lokinni riðlakeppninni. Svarfjallaland vann einnig nauman eins marks sigur á Slóveníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli, lokatölur 26-25. Leikur Króatíu og Serbíu var gífurlega spennandi frá fyrstu mínútu. Var staðan jöfn 14-14 í hálfleik en í þeim síðari reyndust Króatar ögn sterkari. Vann liðið eins marks sigur, 25-24 og endar því C-riðil með fullt hús stiga. WATCH: Ana Debelic steals the ball in the dying seconds and ensures @HRStwitt take their third #ehfeuro2020 win #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/REsfYmtfSj— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020 Dora Krisnik var markahæst í liði Króatíu með sex mörk en Katarina Krpez-Slezak var markahæst með fimm mörk í liði Serbíu. Serbía er sem stendur í 3. sæti með tvö stig en Ungverjaland og Holland mætast síðar í kvöld. Svartafjallaland og Slóvenía mættust í hreinum úrslitaleik um sæti milliriðli. Liðin mættust í lokaleik A-riðils og fór það svo að Svartfellingar höfðu á endanum betur. Góð byrjun tryggði liðinu sigur en Svartfjallaland leiddi með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 15-9. Slóvenía klóraði í bakkann í síðari hálfleik en það dugði á endanum ekki til, lokatölur 26-25. Congratulations to @jokarad4, the @grundfos Player of the Match tonight for @rukometnisavez ! She was their top scorer with 9 goals#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/iCFnnbshuN— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020 Svartfjallaland kemst þar í milliriðil – án stiga – á meðan Slóvenía heldur heim á leið.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira