Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 08:20 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetur hér Margaret Keenan gegn Covid-19 upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Getty/Jacob King Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. Keenan var bólusett á háskólasjúkrahúsinu í Coventry í Bretlandi en Bretar hófu bólusetningu í morgun, fyrstir þjóða, eftir að yfirvöld þar í landi samþykktu bóluefni Pfizer í liðinni viku. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagði að bólusetningin væri besta afmælisgjöf sem hún gæti hugsað sér. Hún átti skartgripaverslun og settist ekki í helgan stein fyrr en hún var orðin 86 ára. „Mér líður eins og ég njóti mikilla forréttinda að vera fyrsta manneskjan sem er bólusett gegn Covid-19, þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér því þetta þýðir að ég get nú hlakkað til að verja tíma með fjölskyldu minni og vinum á nýju ári eftir að hafa verið alein mestan hluta þessa árs,“ sagði Keenan við tilefnið í morgun. These cards are a standard NHS reminder card for your follow-up appointment. Health Secretary @MattHancock says cards issued by the NHS after receiving a #coronavirus vaccine and are not an immunity certificate .Get the latest on #COVID19: https://t.co/W5Gk1IqLzX pic.twitter.com/8wX5n3apnl— Sky News (@SkyNews) December 8, 2020 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetti Keeanan og sagði skartgripasalinn fyrrverandi að hún gæti ekki þakkað May og breska heilbrigðiskerfinu, NHS, nægilega fyrir að hugsa svo vel um sig. „Ég ráðlegg öllum að láta bólusetja sig. Ef ég get fengið bóluefnið 90 ára gömul getur þú fengið það líka,“ sagði Keenan. Þessi sögulegi dagur er kallaður V-day í Bretlandi með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“. 800 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í Bretlandi á næstu vikum. Í fyrstu atrennu í Englandi fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig tilteknir heilbrigðisstarfsmenn. Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Keenan var bólusett á háskólasjúkrahúsinu í Coventry í Bretlandi en Bretar hófu bólusetningu í morgun, fyrstir þjóða, eftir að yfirvöld þar í landi samþykktu bóluefni Pfizer í liðinni viku. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagði að bólusetningin væri besta afmælisgjöf sem hún gæti hugsað sér. Hún átti skartgripaverslun og settist ekki í helgan stein fyrr en hún var orðin 86 ára. „Mér líður eins og ég njóti mikilla forréttinda að vera fyrsta manneskjan sem er bólusett gegn Covid-19, þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér því þetta þýðir að ég get nú hlakkað til að verja tíma með fjölskyldu minni og vinum á nýju ári eftir að hafa verið alein mestan hluta þessa árs,“ sagði Keenan við tilefnið í morgun. These cards are a standard NHS reminder card for your follow-up appointment. Health Secretary @MattHancock says cards issued by the NHS after receiving a #coronavirus vaccine and are not an immunity certificate .Get the latest on #COVID19: https://t.co/W5Gk1IqLzX pic.twitter.com/8wX5n3apnl— Sky News (@SkyNews) December 8, 2020 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetti Keeanan og sagði skartgripasalinn fyrrverandi að hún gæti ekki þakkað May og breska heilbrigðiskerfinu, NHS, nægilega fyrir að hugsa svo vel um sig. „Ég ráðlegg öllum að láta bólusetja sig. Ef ég get fengið bóluefnið 90 ára gömul getur þú fengið það líka,“ sagði Keenan. Þessi sögulegi dagur er kallaður V-day í Bretlandi með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“. 800 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í Bretlandi á næstu vikum. Í fyrstu atrennu í Englandi fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig tilteknir heilbrigðisstarfsmenn. Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira