Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 08:20 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetur hér Margaret Keenan gegn Covid-19 upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Getty/Jacob King Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. Keenan var bólusett á háskólasjúkrahúsinu í Coventry í Bretlandi en Bretar hófu bólusetningu í morgun, fyrstir þjóða, eftir að yfirvöld þar í landi samþykktu bóluefni Pfizer í liðinni viku. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagði að bólusetningin væri besta afmælisgjöf sem hún gæti hugsað sér. Hún átti skartgripaverslun og settist ekki í helgan stein fyrr en hún var orðin 86 ára. „Mér líður eins og ég njóti mikilla forréttinda að vera fyrsta manneskjan sem er bólusett gegn Covid-19, þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér því þetta þýðir að ég get nú hlakkað til að verja tíma með fjölskyldu minni og vinum á nýju ári eftir að hafa verið alein mestan hluta þessa árs,“ sagði Keenan við tilefnið í morgun. These cards are a standard NHS reminder card for your follow-up appointment. Health Secretary @MattHancock says cards issued by the NHS after receiving a #coronavirus vaccine and are not an immunity certificate .Get the latest on #COVID19: https://t.co/W5Gk1IqLzX pic.twitter.com/8wX5n3apnl— Sky News (@SkyNews) December 8, 2020 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetti Keeanan og sagði skartgripasalinn fyrrverandi að hún gæti ekki þakkað May og breska heilbrigðiskerfinu, NHS, nægilega fyrir að hugsa svo vel um sig. „Ég ráðlegg öllum að láta bólusetja sig. Ef ég get fengið bóluefnið 90 ára gömul getur þú fengið það líka,“ sagði Keenan. Þessi sögulegi dagur er kallaður V-day í Bretlandi með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“. 800 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í Bretlandi á næstu vikum. Í fyrstu atrennu í Englandi fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig tilteknir heilbrigðisstarfsmenn. Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Keenan var bólusett á háskólasjúkrahúsinu í Coventry í Bretlandi en Bretar hófu bólusetningu í morgun, fyrstir þjóða, eftir að yfirvöld þar í landi samþykktu bóluefni Pfizer í liðinni viku. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagði að bólusetningin væri besta afmælisgjöf sem hún gæti hugsað sér. Hún átti skartgripaverslun og settist ekki í helgan stein fyrr en hún var orðin 86 ára. „Mér líður eins og ég njóti mikilla forréttinda að vera fyrsta manneskjan sem er bólusett gegn Covid-19, þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér því þetta þýðir að ég get nú hlakkað til að verja tíma með fjölskyldu minni og vinum á nýju ári eftir að hafa verið alein mestan hluta þessa árs,“ sagði Keenan við tilefnið í morgun. These cards are a standard NHS reminder card for your follow-up appointment. Health Secretary @MattHancock says cards issued by the NHS after receiving a #coronavirus vaccine and are not an immunity certificate .Get the latest on #COVID19: https://t.co/W5Gk1IqLzX pic.twitter.com/8wX5n3apnl— Sky News (@SkyNews) December 8, 2020 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetti Keeanan og sagði skartgripasalinn fyrrverandi að hún gæti ekki þakkað May og breska heilbrigðiskerfinu, NHS, nægilega fyrir að hugsa svo vel um sig. „Ég ráðlegg öllum að láta bólusetja sig. Ef ég get fengið bóluefnið 90 ára gömul getur þú fengið það líka,“ sagði Keenan. Þessi sögulegi dagur er kallaður V-day í Bretlandi með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“. 800 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í Bretlandi á næstu vikum. Í fyrstu atrennu í Englandi fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig tilteknir heilbrigðisstarfsmenn. Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira