Bílstjórar kröfðust milljóna en þurfa í staðinn að borga 700 þúsund hvor Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 23:23 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða, sem er á Ísafirði. Vísir/Egill Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í síðustu viku fyrirtæki á Vestfjörðum af kröfum tveggja fyrrverandi starfsmanna um vangoldin laun. Mennirnir kröfðust milljóna frá fyrirtækinu en sátu á endanum uppi með hundruð þúsunda í málskostnað. Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann. Dómsmál Kjaramál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann.
Dómsmál Kjaramál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira