Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 14:40 Píla kemur til Íslands þann 10. janúar frá Alicante. Björgunarsveitin leitar ferðafélaga fyrir hana. Aðsend Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni. Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni.
Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira