„Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2020 13:02 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Vilhelm Fulltrúar tuttugu sveitarfélaga hafa lagt fram tillögu til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að fallið verði frá hugmyndum um lögfestingu íbúalágmarks. Frumvarp þess efnis er nú til meðferðar hjá Alþingi. Gert er ráð fyrir því að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Nái þetta fram að ganga þýðir þetta í raun að sveitarfélög með íbúafjölda undir þessu lágmarki þurfa að sameinast öðrum. Gegn þessu leggjast sveitarfélögin tuttugu og segja þessar hugmyndir andlýðræðislegar. Tillaga þeirra, sem nálgast má hér, verður lögð fyrir á Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember næstkomandi. „Kjarninn er lýðræði og íbúalýðræði,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps aðspurður í samtali við fréttastofu hver sé kjarninn í tillögunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga eru fylgjandi því að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm „Það er grunnurinn í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, það er grunnurinn að þingsályktunartillögu um styrkingu sveitarfélagastigsins, lýðræði og íbúalýðræði, sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga, þetta er rauður þráður. Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum,“ segir Þröstur. Telja stuðninginn ofmetinn Í tilkynningu á vef Grýtubakkahrepps þar sem vakin er athygli á tillögunni segir að stuðningur sveitarfélaga við þessar tillögur að lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sé ofmetinn. „Ráðherra hefur kynnt þetta í þinginu að þetta sé einróma vilji sveitarfélaganna, að það sé einróma samþykkt hjá sveitarfélögunum sem standa til þessara hluta. Það er bara ekki rétt túlkun. Það voru stóru sveitarfélögun sem hafa 75 prósent atkvæðarétt á þingi sambandsins. Það voru þau sem ákváðu að þessi litlu ættu að sameinast eða leggjast undir þessi stóru, gegn vilja þeirra litlu,“ segir Þröstur. Þröstur segir að aðeins hafi tekið einn til tvo daga að fá sveitarfélögin tuttugu til að skrifa undir ályktunina. Sum þeirra eru nú þegar að skoða sameiningar enda segir Þröstur að sveitarfélögin séu ekki á móti sameiningum, þau vilji einfaldlega sjálf fá á að ráða ferðinni. Fulltrúar frá Bolungarvík eru á meðal þeirra sem skrifa undir.Vísir/Vilhelm „Það eru þessi minni sveitarfélög sem eru í stórum dráttum á sömu línu og við vitum að það eru margir fulltrúar stóru sveitarfélaganna sem vilja líka að lýðræðið ráði og íbúarnir fái að ráða þessum ákvörðunum. Það er grunnurinn, að íbúarnir sjálfir hafi ákvörðunarvaldið, að það sé ekki þvingað,“ segir Þröstur. Vongóður um góðan stuðning Þingið mun taka tillöguna fyrir þann 18. desember og vonast Þröstur eftir góðum stuðningi þar. Takist að samþykkja tillöguna muni fjara undan frumvarpinu um málið. „Þetta er í rauninni eina haldreipi ráðherrans til þess að keyra þetta áfram, það er þessi bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef hún fer frá, það er að segja ef Sambandið og sveitarfélögin sjálf vilja ekki þessa leið, þá er engin leið fyrir ráðherrann að halda áfram með þetta.“ Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 „Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Frumvarp þess efnis er nú til meðferðar hjá Alþingi. Gert er ráð fyrir því að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Nái þetta fram að ganga þýðir þetta í raun að sveitarfélög með íbúafjölda undir þessu lágmarki þurfa að sameinast öðrum. Gegn þessu leggjast sveitarfélögin tuttugu og segja þessar hugmyndir andlýðræðislegar. Tillaga þeirra, sem nálgast má hér, verður lögð fyrir á Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember næstkomandi. „Kjarninn er lýðræði og íbúalýðræði,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps aðspurður í samtali við fréttastofu hver sé kjarninn í tillögunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga eru fylgjandi því að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm „Það er grunnurinn í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, það er grunnurinn að þingsályktunartillögu um styrkingu sveitarfélagastigsins, lýðræði og íbúalýðræði, sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga, þetta er rauður þráður. Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum,“ segir Þröstur. Telja stuðninginn ofmetinn Í tilkynningu á vef Grýtubakkahrepps þar sem vakin er athygli á tillögunni segir að stuðningur sveitarfélaga við þessar tillögur að lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sé ofmetinn. „Ráðherra hefur kynnt þetta í þinginu að þetta sé einróma vilji sveitarfélaganna, að það sé einróma samþykkt hjá sveitarfélögunum sem standa til þessara hluta. Það er bara ekki rétt túlkun. Það voru stóru sveitarfélögun sem hafa 75 prósent atkvæðarétt á þingi sambandsins. Það voru þau sem ákváðu að þessi litlu ættu að sameinast eða leggjast undir þessi stóru, gegn vilja þeirra litlu,“ segir Þröstur. Þröstur segir að aðeins hafi tekið einn til tvo daga að fá sveitarfélögin tuttugu til að skrifa undir ályktunina. Sum þeirra eru nú þegar að skoða sameiningar enda segir Þröstur að sveitarfélögin séu ekki á móti sameiningum, þau vilji einfaldlega sjálf fá á að ráða ferðinni. Fulltrúar frá Bolungarvík eru á meðal þeirra sem skrifa undir.Vísir/Vilhelm „Það eru þessi minni sveitarfélög sem eru í stórum dráttum á sömu línu og við vitum að það eru margir fulltrúar stóru sveitarfélaganna sem vilja líka að lýðræðið ráði og íbúarnir fái að ráða þessum ákvörðunum. Það er grunnurinn, að íbúarnir sjálfir hafi ákvörðunarvaldið, að það sé ekki þvingað,“ segir Þröstur. Vongóður um góðan stuðning Þingið mun taka tillöguna fyrir þann 18. desember og vonast Þröstur eftir góðum stuðningi þar. Takist að samþykkja tillöguna muni fjara undan frumvarpinu um málið. „Þetta er í rauninni eina haldreipi ráðherrans til þess að keyra þetta áfram, það er þessi bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef hún fer frá, það er að segja ef Sambandið og sveitarfélögin sjálf vilja ekki þessa leið, þá er engin leið fyrir ráðherrann að halda áfram með þetta.“
Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 „Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22
Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02
„Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði