Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 10:51 Carole Baskin rekur athvarf fyrir stóra ketti í Flórída. Netflix Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök. Hún er 69 ára gömul og hefur verið sjálfboðaliði í garði Baskins í fimm ár. Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann situr nú í fangelsi fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin. E Online hefur eftir Baskin að sjálfboðaliðinn, Candy Couser, hafi gert mistök þegar hún var að fæða tígrisdýrið Kimba. Hún hafi óvart stungið hendinni inn í búrið og tígrisdýrið hafi bitið hana. Dýrið sleppti svo takinu þegar aðrir sjálfboðaliðar komu hlaupandi. „Candy segist ekki hafa verið að hugsa þegar hún teygði sig inn í borið til að opna hlið,“ hefur E eftir Baskins. „Það er gegn starfsreglum okkar að fólk stingi nokkrum hluta líkama síns inn í búr þar sem köttur er. Kimba greip handlegg hennar og reif hann næstum því af við öxl.“ Hún segir ennfremur að Couser hafi grátbeðið um að tígrisdýrinu yrði ekki refsað vegna atviksins. Handleggur Couser brotnaði á þremur stöðum og öxl hennar skaðaðist verulega líka. Dýrið verður sett í 30 daga einangrun en Baskin segir það í raun hafa hagað sér í takt við eðli þess. Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Dýragarði Joe Exotic lokað Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park, hefur verið lokað. 19. ágúst 2020 10:46 Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. 11. ágúst 2020 18:45 Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segir að erfðaskrá eiginmanns Carole Baskin sé fölsuð Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð. 4. júní 2020 11:33 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hún er 69 ára gömul og hefur verið sjálfboðaliði í garði Baskins í fimm ár. Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann situr nú í fangelsi fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin. E Online hefur eftir Baskin að sjálfboðaliðinn, Candy Couser, hafi gert mistök þegar hún var að fæða tígrisdýrið Kimba. Hún hafi óvart stungið hendinni inn í búrið og tígrisdýrið hafi bitið hana. Dýrið sleppti svo takinu þegar aðrir sjálfboðaliðar komu hlaupandi. „Candy segist ekki hafa verið að hugsa þegar hún teygði sig inn í borið til að opna hlið,“ hefur E eftir Baskins. „Það er gegn starfsreglum okkar að fólk stingi nokkrum hluta líkama síns inn í búr þar sem köttur er. Kimba greip handlegg hennar og reif hann næstum því af við öxl.“ Hún segir ennfremur að Couser hafi grátbeðið um að tígrisdýrinu yrði ekki refsað vegna atviksins. Handleggur Couser brotnaði á þremur stöðum og öxl hennar skaðaðist verulega líka. Dýrið verður sett í 30 daga einangrun en Baskin segir það í raun hafa hagað sér í takt við eðli þess.
Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Dýragarði Joe Exotic lokað Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park, hefur verið lokað. 19. ágúst 2020 10:46 Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. 11. ágúst 2020 18:45 Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segir að erfðaskrá eiginmanns Carole Baskin sé fölsuð Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð. 4. júní 2020 11:33 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30
Dýragarði Joe Exotic lokað Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park, hefur verið lokað. 19. ágúst 2020 10:46
Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. 11. ágúst 2020 18:45
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segir að erfðaskrá eiginmanns Carole Baskin sé fölsuð Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð. 4. júní 2020 11:33