Varnarmaður KR eftirsóttur af liðum í Svíþjóð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 13:01 Finnur Tómas gæti verið á leið til Svíþjóðar. Vísir/Bára Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, er á óskalista tveggja liða í sænsku úrvalsdeildinni. Hinn 19 ára gamli Finnur Tómas átti frábært tímabil með KR sumarið 2019 er liðið varð Íslandsmeistari með yfirburðum. Var hann valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í kjölfarið. Líkt og allt KR-liðið átti hann erfitt uppdráttar en hann ristarbrotnaði á reynslu hjá skoska félaginu Rangers í janúar á síðasta ári og náði því ef til vill ekki að sýna sínar bestu hliðar. Það er þó ljóst að Finnur býr yfir miklum hæfileikum enda eru tvö af stærri liðum Svíþjóðar með hann á óskalista sínum samkvæmt frétt sænska miðilsins Expressen í dag. Bæði Norrköping og Elfsborg vilja fá Finn í sínar raðir. Er hér um að ræða tvö af stærri liðum Svíþjóðar en Elfsborg situr í 2. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir á meðan Norrköping er í 4. sæti en á enn möguleika á 2. sætinu. Norrköping hefur verið duglegt að fjárfesta í íslenskum leikmönnum undanfarin ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skotist upp á stjörnuhimininn á þessu tímabili. Mörg af stórliðum Evrópu er á eftir honum og óvíst hvort hann verði lengur í herbúðum Norrköping. Þeir Guðmundur Þórarinsson pg Arnór Sigurðsson gerðu einnig gott mót hjá Norrköping. Guðmundur leikur nú með New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Arnór með CSKA Moskvu í Rússlandi. Elfsborg hefur áður keypt ungan og efnilegan varnarmann af KR en árið 2012 gekk Skúli Jón Friðgeirsson í raðir sænska félagsins. Finnur Tómas hefur alls leikið 38 leiki í deild, bikar og Evrópu með KR og skorað í þeim tvö mörk. Á hann einnig að baki 12 leiki með Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni sumarið 2018. Þá hefur hann leikið alls 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá fyrir U21 árs landsliðið. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Sænski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Finnur Tómas átti frábært tímabil með KR sumarið 2019 er liðið varð Íslandsmeistari með yfirburðum. Var hann valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í kjölfarið. Líkt og allt KR-liðið átti hann erfitt uppdráttar en hann ristarbrotnaði á reynslu hjá skoska félaginu Rangers í janúar á síðasta ári og náði því ef til vill ekki að sýna sínar bestu hliðar. Það er þó ljóst að Finnur býr yfir miklum hæfileikum enda eru tvö af stærri liðum Svíþjóðar með hann á óskalista sínum samkvæmt frétt sænska miðilsins Expressen í dag. Bæði Norrköping og Elfsborg vilja fá Finn í sínar raðir. Er hér um að ræða tvö af stærri liðum Svíþjóðar en Elfsborg situr í 2. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir á meðan Norrköping er í 4. sæti en á enn möguleika á 2. sætinu. Norrköping hefur verið duglegt að fjárfesta í íslenskum leikmönnum undanfarin ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skotist upp á stjörnuhimininn á þessu tímabili. Mörg af stórliðum Evrópu er á eftir honum og óvíst hvort hann verði lengur í herbúðum Norrköping. Þeir Guðmundur Þórarinsson pg Arnór Sigurðsson gerðu einnig gott mót hjá Norrköping. Guðmundur leikur nú með New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Arnór með CSKA Moskvu í Rússlandi. Elfsborg hefur áður keypt ungan og efnilegan varnarmann af KR en árið 2012 gekk Skúli Jón Friðgeirsson í raðir sænska félagsins. Finnur Tómas hefur alls leikið 38 leiki í deild, bikar og Evrópu með KR og skorað í þeim tvö mörk. Á hann einnig að baki 12 leiki með Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni sumarið 2018. Þá hefur hann leikið alls 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá fyrir U21 árs landsliðið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Sænski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira