Dómarakapall í Landsrétti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2020 19:21 Frá því Landsréttur var stofnaður hafa tveir þeirra sem Sigríður Andersen færði niður 15-manna lista hæfnisnefndar fengið dómarastöðu við réttinn. Þá hafa þrír af þeim fjórum dómurum sem Sigríður færði upp listann verðið endurskipaðir í embætti. Vísir/Vilhelm Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. Allir landsréttardómararnir fjórir sem Sigríður Andersen skipti inn á í fimmtán dómara hóp þegar skipað var í dóminn fyrst árið 2017 fóru í leyfi frá störfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrra sumar. Hér er listi yfir þá fimmtán sem hæfnisnefnd taldi hæfasta í jafnmörg embætti við Landsrétt vorið 2017. Þeir sem merktir eru með rauðu færði Sigríður niður lista þeirra tuttugu og þriggja sem hún mat hæfasta. Á listanum til hægri er síðan listi Sigríðar þar sem þau fjögur sem hún færði upp listann eru merkt með bláu. Töluverð tilfærsla hefur verið á dómaraembættunum fimmtán við Landsrétt frá því hann var fyrst skipaður vorið 2017.Grafík/ HÞ Þau fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrrasumar en þrjú þeirra hafa síðan fengið endurskipun í ákveðnum dómarakapli sem hófst þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði af sér embætti sökum aldurs haustið 2019. Eftir auglýsingu var Eiríkur Jónsson sem áður hafði verið tekinn af 15-listanum skipaður í stað Vilhjálms. Þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í desember 2019 sótti Ásmundur Helgason um hennar embætti og var endurskipaður í Landsrétt í apríl á þessu ári. Hann sagði þá af sér samkvæmt fyrri skipun þar sem skipun dómara gildir í raun til lífstíðar. Þá losnaði fyrri staða hans sem Arnfríður Einarsdóttir sótti um og fékk í júlí á þessu ári. Við það losnaði fyrri staða hennar ásamt stöðu Sigurðar Tómasar Magnússonar sem hafði fengið skipun í Hæstarétt. Þá fékk Ragnheiður Bragadóttir endurskipun og Jón Höskuldsson sem Sigríður hafði áður fært af 15-listanum var einnig skipaður í embætti landsréttardómara. Nú er staðan sú að fyrri staða Ragnheiðar er laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út hinn 7. desember. Jón Finnbjörnsson er sá eini fjórmenninganna sem Sigríður færði upp listann sem enn er í leyfi og ekki fengið endurskipun. Í samtali við fréttastofu vildi hann ekki gefa upp hvort hann hyggðist sækja um embættið og fá þannig mögulega endurskipun eins og hinir dómararnir þrír. Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Allir landsréttardómararnir fjórir sem Sigríður Andersen skipti inn á í fimmtán dómara hóp þegar skipað var í dóminn fyrst árið 2017 fóru í leyfi frá störfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrra sumar. Hér er listi yfir þá fimmtán sem hæfnisnefnd taldi hæfasta í jafnmörg embætti við Landsrétt vorið 2017. Þeir sem merktir eru með rauðu færði Sigríður niður lista þeirra tuttugu og þriggja sem hún mat hæfasta. Á listanum til hægri er síðan listi Sigríðar þar sem þau fjögur sem hún færði upp listann eru merkt með bláu. Töluverð tilfærsla hefur verið á dómaraembættunum fimmtán við Landsrétt frá því hann var fyrst skipaður vorið 2017.Grafík/ HÞ Þau fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrrasumar en þrjú þeirra hafa síðan fengið endurskipun í ákveðnum dómarakapli sem hófst þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði af sér embætti sökum aldurs haustið 2019. Eftir auglýsingu var Eiríkur Jónsson sem áður hafði verið tekinn af 15-listanum skipaður í stað Vilhjálms. Þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í desember 2019 sótti Ásmundur Helgason um hennar embætti og var endurskipaður í Landsrétt í apríl á þessu ári. Hann sagði þá af sér samkvæmt fyrri skipun þar sem skipun dómara gildir í raun til lífstíðar. Þá losnaði fyrri staða hans sem Arnfríður Einarsdóttir sótti um og fékk í júlí á þessu ári. Við það losnaði fyrri staða hennar ásamt stöðu Sigurðar Tómasar Magnússonar sem hafði fengið skipun í Hæstarétt. Þá fékk Ragnheiður Bragadóttir endurskipun og Jón Höskuldsson sem Sigríður hafði áður fært af 15-listanum var einnig skipaður í embætti landsréttardómara. Nú er staðan sú að fyrri staða Ragnheiðar er laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út hinn 7. desember. Jón Finnbjörnsson er sá eini fjórmenninganna sem Sigríður færði upp listann sem enn er í leyfi og ekki fengið endurskipun. Í samtali við fréttastofu vildi hann ekki gefa upp hvort hann hyggðist sækja um embættið og fá þannig mögulega endurskipun eins og hinir dómararnir þrír.
Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14