„Við berum okkar ábyrgð“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 15:44 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. „Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins. Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins.
Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira