Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 08:23 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar hertar aðgerðir voru kynntar í lok október. Fyrir aftan sést glitta í sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði á sunnudag tillögum sínum að næstu aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann hefur ekki viljað fara út í það í hverju tillögurnar felast en sagði þó í gær að hann teldi ekki mikið svigrúm til afléttinga í ljósi þróunar faraldursins síðustu daga. Um miðja síðustu viku hafði Þórólfur skilað öðrum tillögum til ráðherra en þegar smitum fór fjölgandi í síðari hluta vikunnar dró hann þær tillögur til baka og smíðaði nýjar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi eins og venja er á þriðjudagsmorgnum og má gera ráð fyrir að minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra verði til umræðu þar. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi þann 18. nóvember. Hún kveður á um tíu manna samkomubann, tveggja metra fjarlægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki hægt að tryggja tvo metrana, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Þá er íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt en líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Skemmtistaðir og barir eru einnig lokaðir og þá þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsemi sem krefst nálægðar og/eða snertingar, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara, er heimil að uppfylltri grímuskyldu, tíu manna fjöldatakmörkun viðskiptavina og tveggja metra reglu á milli þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði á sunnudag tillögum sínum að næstu aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann hefur ekki viljað fara út í það í hverju tillögurnar felast en sagði þó í gær að hann teldi ekki mikið svigrúm til afléttinga í ljósi þróunar faraldursins síðustu daga. Um miðja síðustu viku hafði Þórólfur skilað öðrum tillögum til ráðherra en þegar smitum fór fjölgandi í síðari hluta vikunnar dró hann þær tillögur til baka og smíðaði nýjar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi eins og venja er á þriðjudagsmorgnum og má gera ráð fyrir að minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra verði til umræðu þar. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi þann 18. nóvember. Hún kveður á um tíu manna samkomubann, tveggja metra fjarlægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki hægt að tryggja tvo metrana, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Þá er íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt en líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Skemmtistaðir og barir eru einnig lokaðir og þá þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsemi sem krefst nálægðar og/eða snertingar, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara, er heimil að uppfylltri grímuskyldu, tíu manna fjöldatakmörkun viðskiptavina og tveggja metra reglu á milli þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira