Kjaftshögg á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2020 12:42 Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem segir að lokun verslunarinnar á Kirkjubæjarklaustri sé kjaftshögg fyrir samfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps segir það kjaftshögg fyrir íbúa sveitarfélagsins að Krónan ætli að loka Kjarvalsverslun sinni á Kirkjubæjarklaustri um áramótin. Hljóðið í íbúum á Kirkjubæjarklaustri er þungt þessa dagana eftir að það spurðist út af einu matvöruversluninni á staðnum yrði lokað um áramótin. „Kjaftshögg fyrir samfélagið“, segir sveitarstjóri Skaftárhrepps. Forsvarsmenn verslunarinnar Kjarvals á Kirkjubæjarklaustri tilkynntu í vikunni að versluninni yrði lokað um áramótin. Tilkynningin kom illa við íbúa á Klaustri og í sveitunum í kring, ásamt kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn Skaftárhrepps, ekki síst hvað fyrirvarinn var stuttur. Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri segir hljóðið þung í íbúum. „Já, þetta kom verulega flatt upp á okkur, þetta er kjaftshögg fyrir samfélagið. Það er talsverð reiði og fólk er brugðið, þetta er náttúrulega veruleg þjónustuskerðing og það hafa verið fleiri högg verið hérna undanfarin ár, bæði er ekkert pósthús hérna og bankinn er með verulega skerta starfsemi, þannig að þetta var dropinn sem fyllti mælinn, fólki er nóg boðið,“ segir Sandra Brá. Heimamenn á Klaustri, sem eiga Systrakaffi hafa keypt húsnæði Kjarvals og þeir hafa hug á því að það verði aftur verslun í húsinu en hvernig þeim málum verður háttað veit engin. En hvaða skýringu hafa forsvarsmenn Krónunnar, sem reka Kjarvalsverslunina á Kirkjubæjarklaustri gefið fyrir lokuninni? „Bara fyrst og fremst að þetta sé ekki hagkvæm eining fyrir þá,“ sagði Sandra Brá, sem hefur verið falið af sveitarstjórn að leita leiða til að tryggja að áfram verði dagvöruverslun rekin í sveitarfélaginu. 650 manns búa í Skaftárhreppi, þar af um 200 á Kirkjubæjarklaustri. Mikill ferðamannastraumur er í sveitarfélaginu í eðlilegu árferði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárhreppur Verslun Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hljóðið í íbúum á Kirkjubæjarklaustri er þungt þessa dagana eftir að það spurðist út af einu matvöruversluninni á staðnum yrði lokað um áramótin. „Kjaftshögg fyrir samfélagið“, segir sveitarstjóri Skaftárhrepps. Forsvarsmenn verslunarinnar Kjarvals á Kirkjubæjarklaustri tilkynntu í vikunni að versluninni yrði lokað um áramótin. Tilkynningin kom illa við íbúa á Klaustri og í sveitunum í kring, ásamt kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn Skaftárhrepps, ekki síst hvað fyrirvarinn var stuttur. Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri segir hljóðið þung í íbúum. „Já, þetta kom verulega flatt upp á okkur, þetta er kjaftshögg fyrir samfélagið. Það er talsverð reiði og fólk er brugðið, þetta er náttúrulega veruleg þjónustuskerðing og það hafa verið fleiri högg verið hérna undanfarin ár, bæði er ekkert pósthús hérna og bankinn er með verulega skerta starfsemi, þannig að þetta var dropinn sem fyllti mælinn, fólki er nóg boðið,“ segir Sandra Brá. Heimamenn á Klaustri, sem eiga Systrakaffi hafa keypt húsnæði Kjarvals og þeir hafa hug á því að það verði aftur verslun í húsinu en hvernig þeim málum verður háttað veit engin. En hvaða skýringu hafa forsvarsmenn Krónunnar, sem reka Kjarvalsverslunina á Kirkjubæjarklaustri gefið fyrir lokuninni? „Bara fyrst og fremst að þetta sé ekki hagkvæm eining fyrir þá,“ sagði Sandra Brá, sem hefur verið falið af sveitarstjórn að leita leiða til að tryggja að áfram verði dagvöruverslun rekin í sveitarfélaginu. 650 manns búa í Skaftárhreppi, þar af um 200 á Kirkjubæjarklaustri. Mikill ferðamannastraumur er í sveitarfélaginu í eðlilegu árferði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skaftárhreppur Verslun Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira