Segir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar einfaldlega ekki tilbúna í átök vetrarins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 09:00 Milner fór meiddur af velli í leik Brighton & Hove Albion og Liverpool í gær. Andrew Powell/Getty Images Samkvæmt íslenskum sérfræðingi sem starfar í Katar fengu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ekki nægilegan tíma til að undirbúa sig fyrir átök tímabilsins. Meiðslalistar liða í ensku úralsdeildarinnar í knattspyrnu lengjast með hverjum deginum. Nær allir þjálfarar – og margir leikmenn – hafa kvartað yfir gríðarlegu álagi um þessar mundir en einkar þétt er spilað vegna kórónufaraldursins. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans sem sýndur er á Síminn Sport, ræddi við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson í gær. Sjá má spjall þeirra í myndbandinu hér neðst í fréttinni. Áhugaverð greining hjá einum okkar færasta sjúkra- og styrktarþjálfara sem var m.a. einkasjúkraþjálfari Joel Embiid. Það er skortur á pre season sem er að stuðla að öllum þessum meiðslum í EPL. Var ekki tími til að undirbúa leikmenn f. þetta álaghttps://t.co/sjt6MnLdjA— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2020 Einar er hluti af Íslendinga nýlendunni í Katar en þar starfar hann á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu. „Það gafst aldrei tækifæri til að undirbúa leikmenn undir þessi átök. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarks ákefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leikmenn spila,“ sagði Einar í viðtalinu við Tómas Þór. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leikmaðurinn er að taka endurtekna spretti. Þjálfun knattspyrnumanna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ bætti Einar við. „Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu og það er búið að auka leikjaálagið til muna. Tækifærin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig,“ sagði Einar að endingu. Samkvæmt vefsíðinni Physio Room sem heldur utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru alls 107 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir komandi leiki síns liðs. Arsenal er þar efst á lista með tíu leikmenn og Manchester United þar á eftir með níu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Meiðslalistar liða í ensku úralsdeildarinnar í knattspyrnu lengjast með hverjum deginum. Nær allir þjálfarar – og margir leikmenn – hafa kvartað yfir gríðarlegu álagi um þessar mundir en einkar þétt er spilað vegna kórónufaraldursins. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans sem sýndur er á Síminn Sport, ræddi við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson í gær. Sjá má spjall þeirra í myndbandinu hér neðst í fréttinni. Áhugaverð greining hjá einum okkar færasta sjúkra- og styrktarþjálfara sem var m.a. einkasjúkraþjálfari Joel Embiid. Það er skortur á pre season sem er að stuðla að öllum þessum meiðslum í EPL. Var ekki tími til að undirbúa leikmenn f. þetta álaghttps://t.co/sjt6MnLdjA— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2020 Einar er hluti af Íslendinga nýlendunni í Katar en þar starfar hann á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu. „Það gafst aldrei tækifæri til að undirbúa leikmenn undir þessi átök. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarks ákefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leikmenn spila,“ sagði Einar í viðtalinu við Tómas Þór. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leikmaðurinn er að taka endurtekna spretti. Þjálfun knattspyrnumanna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ bætti Einar við. „Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu og það er búið að auka leikjaálagið til muna. Tækifærin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig,“ sagði Einar að endingu. Samkvæmt vefsíðinni Physio Room sem heldur utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru alls 107 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir komandi leiki síns liðs. Arsenal er þar efst á lista með tíu leikmenn og Manchester United þar á eftir með níu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30
Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50