Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2020 12:51 Flugvirkjar að störfum við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta gerði hún eftir að ekki náðust samningar á maraþonfundi deiluaðila í Karphúsinu í gær þar sem sáttatillögu ríkissáttasemjara var hafnað af flugvirkjum. Reikna má með að lögin verði samþykkt á Alþingi en þau fela það meðal annars í sér að samninganefndirnar fá frest til 4. janúar til þess að ná samningum, annars fer deilan fyrir Gerðardóm. Litlar líkur á að samningar náist fyrir frestinn „Mjög litlar líkur á því,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, aðspurður í samtali við Vísi hvort einhverjar líkur séu á því að samningar náist fyrir 4. janúar. Þá segir hann ómögulegt að segja til um hver niðurstaða Gerðardóms verði, fari deilan þangað. Eins og komið hefur fram á Vísi lögðu flugvirkjar til að samið yrði til þriggja ára og tenging kjarasamnings flugvirkja við kjarasamning flugvirkja hjá Icelandair myndi halda sér út þann tíma. Ríkissáttasemjari lagði til að gildandi kjarasamningur myndi framlengjast um eitt ár og studdi samninganefnd ríkisins þá tillögu. Kvarta undan því að ráðherra hafi ekki haft samband Í yfirlýsingu frá stjórn Flugvirkjafélagsins vegna lagasetningarinnar segir að það sé mat stjórnarinnar að deilan snúist aðeins um eitt af hálfu ríkisins, það að slíta tengingu við þann samningsgrunn sem flugvirkjar landhelgisgæslunnar hafi við aðra samninga Flugvirkjafélagsins. „Ríkið er með lögunum að aðstoða sjálft sig við samningagerð og það er aðeins eitt sem vakir fyrir, það er að koma flugvirkjum Landhelgisgæslunnar út úr samningsumhverfi Flugvirkjafélags Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun.Vísir/Vilhelm Þá furðar stjórnin sig á því að Áslaug Arna hafi ekki sett sig í samband við flugvirkja til þess að kynna sér þeirra hlið á deilunni. „Ráðherra hefur ekki á neinu stigi málsins haft samband við flugvirkja eða kynnt sér málið út frá sjónarmiðum beggja aðila. Sem er alveg nýtt þegar deilur af þessum toga hafa átt sér stað, þá hafa ráðherrar sett sig í samband og fengið fullan skilning á málinu og tekið svo afstöðu.“ Dómsmálaráðherra sagði í morgun að hún reiknaði með því að flugvirkjarnir sem eru í verkfalli, sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember, geti mætt aftur til starfa í dag, eftir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Verkföll 2020 Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta gerði hún eftir að ekki náðust samningar á maraþonfundi deiluaðila í Karphúsinu í gær þar sem sáttatillögu ríkissáttasemjara var hafnað af flugvirkjum. Reikna má með að lögin verði samþykkt á Alþingi en þau fela það meðal annars í sér að samninganefndirnar fá frest til 4. janúar til þess að ná samningum, annars fer deilan fyrir Gerðardóm. Litlar líkur á að samningar náist fyrir frestinn „Mjög litlar líkur á því,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, aðspurður í samtali við Vísi hvort einhverjar líkur séu á því að samningar náist fyrir 4. janúar. Þá segir hann ómögulegt að segja til um hver niðurstaða Gerðardóms verði, fari deilan þangað. Eins og komið hefur fram á Vísi lögðu flugvirkjar til að samið yrði til þriggja ára og tenging kjarasamnings flugvirkja við kjarasamning flugvirkja hjá Icelandair myndi halda sér út þann tíma. Ríkissáttasemjari lagði til að gildandi kjarasamningur myndi framlengjast um eitt ár og studdi samninganefnd ríkisins þá tillögu. Kvarta undan því að ráðherra hafi ekki haft samband Í yfirlýsingu frá stjórn Flugvirkjafélagsins vegna lagasetningarinnar segir að það sé mat stjórnarinnar að deilan snúist aðeins um eitt af hálfu ríkisins, það að slíta tengingu við þann samningsgrunn sem flugvirkjar landhelgisgæslunnar hafi við aðra samninga Flugvirkjafélagsins. „Ríkið er með lögunum að aðstoða sjálft sig við samningagerð og það er aðeins eitt sem vakir fyrir, það er að koma flugvirkjum Landhelgisgæslunnar út úr samningsumhverfi Flugvirkjafélags Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun.Vísir/Vilhelm Þá furðar stjórnin sig á því að Áslaug Arna hafi ekki sett sig í samband við flugvirkja til þess að kynna sér þeirra hlið á deilunni. „Ráðherra hefur ekki á neinu stigi málsins haft samband við flugvirkja eða kynnt sér málið út frá sjónarmiðum beggja aðila. Sem er alveg nýtt þegar deilur af þessum toga hafa átt sér stað, þá hafa ráðherrar sett sig í samband og fengið fullan skilning á málinu og tekið svo afstöðu.“ Dómsmálaráðherra sagði í morgun að hún reiknaði með því að flugvirkjarnir sem eru í verkfalli, sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember, geti mætt aftur til starfa í dag, eftir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi.
Verkföll 2020 Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00
Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34
Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18