Sokkinn kostnaður í mýri Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:31 Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um. Ástæðan eru gallar í útboðslýsingu, þar sem fullnægjandi upplýsingar um jarðveg lágu ekki fyrir. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar. Við í Garðabæjarlistanum höfum haft miklar efasemdir um að Garðabær væri í rétti í þessu máli og talið að undirbúningi hafi verið ábótavant af hálfu bæjarins. Nú hefur komið í ljós að það var rétt mat hjá okkur, þrátt fyrir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi staðið fastar en kletturinn sjálfur á því að hér ætti Garðabær enga sök. Dýr dómur fyrir tóman bæjarsjóð Þessi dómur mun taka í fyrir bæjarsjóð, þar sem reiknað er með rekstrartapi á næsta ári. Garðabær hafði áður samþykkt að greiða 60 m.kr. Kostnaður við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri hefur því aukist um 226 milljónir, vegna þess að útboðslýsingin var ekki nógu góð. Við sjáum nú fram á að bæjarsjóður verður rekinn með tapi á næsta ári, það er að þessu sinni engin inneign fyrir svona viðbótarkostnaði. Svo á eftir að bæta við kostnaði vegna búnaðar og reksturs, þegar húsið verður tilbúið. Auk þess sem núverandi meirihluti hefur samþykkt að í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára verði gert ráð fyrir kostnaði vegna hátíðarhalda meirihlutans, korteri í næstu sveitarstjórnarkosningar. Ábyrgðin er bæjarstjórans Bæjarbúar eiga skilið betra en þetta. Þeir eiga skilið fjármálastjórnun þar sem vandað er til verka við útboðslýsingar þegar kemur að stærstu og umfangsmestu framkvæmdum sveitarfélagsins. Útboð vegna íþróttahússins hljóðaði upp á 4,2 milljarða. Vegna verks af slíkri stærðargráðu þarf að fara fram góður undirbúningur til að tryggja að útboðið og grundvöllur þess hafi verið rétt. Niðurstöður gerðardómsins sýna að hér hefur meirihlutinn kastað til hendinni og þar er ábyrgð bæjarstjórans ekki lítil, sem pólitísks leiðtoga og yfirmanns stjórnsýslunnar. Þetta er óboðlegt í alla staði. Við krefjumst þess að faglegri vinnubragða verði gætt og að útboðsreglum sé settur skýr rammi. Enn eitt útboðið sem fer illa Það sem verra er, þá sjáum við þetta síendurtekið hér í Kraganum, í umboði Sjálfstæðismanna. Á tyllidögum ber bæjarstjórinn minn sér á brjóst og lofar fjármálastjórn bæjarins og vönduðu vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn tala iðulega eins og þeir einir geti stjórnað fjármálum. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Þetta er enn eitt úboðið sem kostar sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu háa upphæð. Hér í Kraganum, þar sem Sjálfstæðismenn stýra öllum sveitarfélögunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hljóta þeir að þurfa að endurskoða vinnulag sitt. Framundan eru stór verkefni á könnu Ssh, auk Borgarlínu. Á nýliðnum aðalfundi samtakanna tók bæjastjórinn minn þar við formennsku, sá sami og ber ábyrgð á útboðinu í Vetrarmýrinni og taldi allt gert upp á punkt og prik, þar til gerðardómur sló á puttana á honum. Við krefjumst þess að farið sé af meiri ábyrgð með skattfé og að faglegri vinnubrögð séu viðhöfð þegar farið er með almannafé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um. Ástæðan eru gallar í útboðslýsingu, þar sem fullnægjandi upplýsingar um jarðveg lágu ekki fyrir. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar. Við í Garðabæjarlistanum höfum haft miklar efasemdir um að Garðabær væri í rétti í þessu máli og talið að undirbúningi hafi verið ábótavant af hálfu bæjarins. Nú hefur komið í ljós að það var rétt mat hjá okkur, þrátt fyrir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi staðið fastar en kletturinn sjálfur á því að hér ætti Garðabær enga sök. Dýr dómur fyrir tóman bæjarsjóð Þessi dómur mun taka í fyrir bæjarsjóð, þar sem reiknað er með rekstrartapi á næsta ári. Garðabær hafði áður samþykkt að greiða 60 m.kr. Kostnaður við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri hefur því aukist um 226 milljónir, vegna þess að útboðslýsingin var ekki nógu góð. Við sjáum nú fram á að bæjarsjóður verður rekinn með tapi á næsta ári, það er að þessu sinni engin inneign fyrir svona viðbótarkostnaði. Svo á eftir að bæta við kostnaði vegna búnaðar og reksturs, þegar húsið verður tilbúið. Auk þess sem núverandi meirihluti hefur samþykkt að í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára verði gert ráð fyrir kostnaði vegna hátíðarhalda meirihlutans, korteri í næstu sveitarstjórnarkosningar. Ábyrgðin er bæjarstjórans Bæjarbúar eiga skilið betra en þetta. Þeir eiga skilið fjármálastjórnun þar sem vandað er til verka við útboðslýsingar þegar kemur að stærstu og umfangsmestu framkvæmdum sveitarfélagsins. Útboð vegna íþróttahússins hljóðaði upp á 4,2 milljarða. Vegna verks af slíkri stærðargráðu þarf að fara fram góður undirbúningur til að tryggja að útboðið og grundvöllur þess hafi verið rétt. Niðurstöður gerðardómsins sýna að hér hefur meirihlutinn kastað til hendinni og þar er ábyrgð bæjarstjórans ekki lítil, sem pólitísks leiðtoga og yfirmanns stjórnsýslunnar. Þetta er óboðlegt í alla staði. Við krefjumst þess að faglegri vinnubragða verði gætt og að útboðsreglum sé settur skýr rammi. Enn eitt útboðið sem fer illa Það sem verra er, þá sjáum við þetta síendurtekið hér í Kraganum, í umboði Sjálfstæðismanna. Á tyllidögum ber bæjarstjórinn minn sér á brjóst og lofar fjármálastjórn bæjarins og vönduðu vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn tala iðulega eins og þeir einir geti stjórnað fjármálum. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Þetta er enn eitt úboðið sem kostar sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu háa upphæð. Hér í Kraganum, þar sem Sjálfstæðismenn stýra öllum sveitarfélögunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hljóta þeir að þurfa að endurskoða vinnulag sitt. Framundan eru stór verkefni á könnu Ssh, auk Borgarlínu. Á nýliðnum aðalfundi samtakanna tók bæjastjórinn minn þar við formennsku, sá sami og ber ábyrgð á útboðinu í Vetrarmýrinni og taldi allt gert upp á punkt og prik, þar til gerðardómur sló á puttana á honum. Við krefjumst þess að farið sé af meiri ábyrgð með skattfé og að faglegri vinnubrögð séu viðhöfð þegar farið er með almannafé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun