Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. nóvember 2020 19:20 Flugáhöfn TF-GRO fór í síðasta æfingaflug sitt um óákveðinn tíma síðdegis í dag. Stöð 2/Sigurjón Engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir miðnætti vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Í minnisblaði Georgs Lárussonar forstjóra til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra segir að þetta hafi alvarleg áhrif á björgunar- og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Georg segir covid faraldurinn hafi sett nauðsynlega þjálfun áhafna úr skorðum og nú bætist þyrluleysi við vegna verkfalls flugvirkja. Að jafnaði séu um sjö útköll í mánuði þar sem ekki væri hægt að koma öðrum björgum við en með þyrlu. En að jafnaði er heildarfjöldi útkalla um tuttugu í hverjum mánuði. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfalls flugvirkja á viðbragðs- og björgunargetu stofnunarinnar.Stöð 2/Egill Síðdegis í dag fóru gæsluflugmenn í síðasta æfingaflugið um óákveðinn tíma og fylgdumst við með því á Reykjavíkurflugvelli. „Við verðum þyrlulaus að minnsta kosti fram á helgina. Vonandi ekki lengur. Og ef ekki úr rætist má búast við að við að við verðum algerlega stopp um miðjan næsta mánuð. Eða upp úr tólfta, þá er floti okkar orðinn óstarfhæfur,” sagði Georg síðdegis og telur þá flugvél Gæslunnar með. Þá geti farið að verða erfitt að ná saman áhöfn með full réttindi dragist deilan við þá flugvirkja sem eru í verkfalli á langinn. Getið þið nýtt eitthvað þá sem ekki eru í verkfalli til að sinna TF-GRO þegar hún fer í viðhald eftir miðnætti? “Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,” segir Georg. Forstjórinn leyfði sér að vera vongóður fyrir sáttafund sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari boðaði með samninganefndum Flugvirkjafélagsins og ríkisins klukkan fjögur í dag. Enginn niðurstaða varð á fundinum en nýr fundur boðaður klukkan níu í fyrramálið. Grafalvarleg og þung staða „Ég er búinn að vera í þéttu sambandi við formenn beggja samninganefnda undanfarið og vildi fá þau öll saman í eitt herbergi vegna þess að staðan í þessum viðræðum er grafalvarleg og þung og það liggur mikið við og allir þeir sem sitja í herberginu finna þungt til ábyrgðar og vinni úr þessu sem allra fyrst,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann gefur lítið upp um framgang viðræðnanna en segir að allt kapp verði lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn. Landhelgisgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir miðnætti vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Í minnisblaði Georgs Lárussonar forstjóra til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra segir að þetta hafi alvarleg áhrif á björgunar- og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Georg segir covid faraldurinn hafi sett nauðsynlega þjálfun áhafna úr skorðum og nú bætist þyrluleysi við vegna verkfalls flugvirkja. Að jafnaði séu um sjö útköll í mánuði þar sem ekki væri hægt að koma öðrum björgum við en með þyrlu. En að jafnaði er heildarfjöldi útkalla um tuttugu í hverjum mánuði. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfalls flugvirkja á viðbragðs- og björgunargetu stofnunarinnar.Stöð 2/Egill Síðdegis í dag fóru gæsluflugmenn í síðasta æfingaflugið um óákveðinn tíma og fylgdumst við með því á Reykjavíkurflugvelli. „Við verðum þyrlulaus að minnsta kosti fram á helgina. Vonandi ekki lengur. Og ef ekki úr rætist má búast við að við að við verðum algerlega stopp um miðjan næsta mánuð. Eða upp úr tólfta, þá er floti okkar orðinn óstarfhæfur,” sagði Georg síðdegis og telur þá flugvél Gæslunnar með. Þá geti farið að verða erfitt að ná saman áhöfn með full réttindi dragist deilan við þá flugvirkja sem eru í verkfalli á langinn. Getið þið nýtt eitthvað þá sem ekki eru í verkfalli til að sinna TF-GRO þegar hún fer í viðhald eftir miðnætti? “Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,” segir Georg. Forstjórinn leyfði sér að vera vongóður fyrir sáttafund sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari boðaði með samninganefndum Flugvirkjafélagsins og ríkisins klukkan fjögur í dag. Enginn niðurstaða varð á fundinum en nýr fundur boðaður klukkan níu í fyrramálið. Grafalvarleg og þung staða „Ég er búinn að vera í þéttu sambandi við formenn beggja samninganefnda undanfarið og vildi fá þau öll saman í eitt herbergi vegna þess að staðan í þessum viðræðum er grafalvarleg og þung og það liggur mikið við og allir þeir sem sitja í herberginu finna þungt til ábyrgðar og vinni úr þessu sem allra fyrst,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann gefur lítið upp um framgang viðræðnanna en segir að allt kapp verði lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn.
Landhelgisgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41
Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28