Forseti ASÍ segir SA vera að gíra sig upp gegn launahækkunum um áramót Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2020 12:22 Samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði eiga laun að hækka um áramótin. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira