Tekst á við enn eina krísuna Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 12:23 Janet Yellen yrði fyrsta konan til að sinna embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Yellen var stefnuráði Seðlabanka Bandaríkjanna á árinum 2008 og 2009 og varð svo seðlabankastjóri árið 2014. Í forsetatíð Bill Clinton var Yellen þar að auki hans helsti ráðgjafi þegar fjárhagskreppa varð í Asíu. Nú á Yellen að taka við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í miðri efnahagskrísu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og miklu atvinnuleysi. Verði Yellen skipuð í embættið, eins og fjölmiðlar vestanhafs staðhæfa, yrði hún fyrsta konan til að taka við stjórn fjármálaráðuneytisins í nærri því 232 ára sögu þess, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún varð einnig fyrsta konan til að verða seðlabankastjóri. Hagfræðingar búast við því að dreifing bóluefna muni leiða til aukins hagvaxtar á næsta ári en vara við því að hraði og umfangs viðsnúnings velti að miklu leyti á því hvort þingið muni samþykkja neyðarpakka til að koma hagkerfinu í gegnum næstu mánuði. Yellen hefur lýst því yfir að hún styðji frekari neyðaraðgerðir og þá sérstaklega til yfirvalda í ríkjum og borgum Bandaríkjanna, sem hún segir þurfa umfangsmikla aðstoð. Hún segir að verði slík aðstoð ekki veitt myndi það hægja verulega á viðsnúningi í hagkerfinu. Viðræður um slíkan pakka á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni, hafa þó engu skilað í marga mánuði. Samkvæmt AP hafa þær sérstaklega strandað á umræðum um fjárhagsaðstoð til ríkja. Biden er einnig sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra, en sá mun einnig hafa næg verkefni fyrir höndum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Yellen var stefnuráði Seðlabanka Bandaríkjanna á árinum 2008 og 2009 og varð svo seðlabankastjóri árið 2014. Í forsetatíð Bill Clinton var Yellen þar að auki hans helsti ráðgjafi þegar fjárhagskreppa varð í Asíu. Nú á Yellen að taka við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í miðri efnahagskrísu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og miklu atvinnuleysi. Verði Yellen skipuð í embættið, eins og fjölmiðlar vestanhafs staðhæfa, yrði hún fyrsta konan til að taka við stjórn fjármálaráðuneytisins í nærri því 232 ára sögu þess, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún varð einnig fyrsta konan til að verða seðlabankastjóri. Hagfræðingar búast við því að dreifing bóluefna muni leiða til aukins hagvaxtar á næsta ári en vara við því að hraði og umfangs viðsnúnings velti að miklu leyti á því hvort þingið muni samþykkja neyðarpakka til að koma hagkerfinu í gegnum næstu mánuði. Yellen hefur lýst því yfir að hún styðji frekari neyðaraðgerðir og þá sérstaklega til yfirvalda í ríkjum og borgum Bandaríkjanna, sem hún segir þurfa umfangsmikla aðstoð. Hún segir að verði slík aðstoð ekki veitt myndi það hægja verulega á viðsnúningi í hagkerfinu. Viðræður um slíkan pakka á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni, hafa þó engu skilað í marga mánuði. Samkvæmt AP hafa þær sérstaklega strandað á umræðum um fjárhagsaðstoð til ríkja. Biden er einnig sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra, en sá mun einnig hafa næg verkefni fyrir höndum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53
Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06
Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49