„Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu fyrir tveimur árum átján tillögur að aðgerðum sem talið var að íslensk stjórnvöld þyrftu að ráðast í til að sporna við spillingu. Í nýrri skýrslu er farið yfir skýrslu stjórnvalda. Þar segir að orðið hafi við fjórum tillögum með fullnægjandi hætti og sjö að hluta. Ekki hafi verið brugðist við öðrum sjö. Forsætisráðherra telur stjórnvöld þó hafa sýnt ríkan vilja til að ráðast í umbætur. „Ég nefni sérstaklega ný upplýsingalög, lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og svo lög um uppljóstrara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja til að ráðast í umbætur.Vísir/Vilhelm Nær allar eða sex af sjö tillögum lúta að lögreglumálum. Dómsmálaráðherra hafnar því að í því felist einhvers konar áfellisdómur yfir dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla og við höfðum fleiri mánuði til að klára þessi tilmæli sem þarna koma fram. Lögregluráði var til dæmis komið á fótinn í byrjun ársins til að efla þetta innra samstarf og samhæfa störf lögreglunnar, svo hún komi í auknum mæli fram sem ein liðsheild,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í fyrri skýrslu kom fram að pólitískar tengingar geti haft truflandi áhrif á störf lögreglu. Samtökin segja vanta skýr og gagnsæ viðmið þegar ákvörðun er tekin um að endurnýja ekki skipanir. Skortur á þessu og fastur fimm ára skipunartími auki hættuna á pólitískum áhrifum. Áslaug Arna hefur skipað fimm lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra frá því hún tók við embætti dómsmálaráðherra. „Lögregla er algjörlega sjálfstæð í sínum aðgerðum þótt hún starfi í umboði dómsmálaráðherra.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu fyrir tveimur árum átján tillögur að aðgerðum sem talið var að íslensk stjórnvöld þyrftu að ráðast í til að sporna við spillingu. Í nýrri skýrslu er farið yfir skýrslu stjórnvalda. Þar segir að orðið hafi við fjórum tillögum með fullnægjandi hætti og sjö að hluta. Ekki hafi verið brugðist við öðrum sjö. Forsætisráðherra telur stjórnvöld þó hafa sýnt ríkan vilja til að ráðast í umbætur. „Ég nefni sérstaklega ný upplýsingalög, lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og svo lög um uppljóstrara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja til að ráðast í umbætur.Vísir/Vilhelm Nær allar eða sex af sjö tillögum lúta að lögreglumálum. Dómsmálaráðherra hafnar því að í því felist einhvers konar áfellisdómur yfir dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla og við höfðum fleiri mánuði til að klára þessi tilmæli sem þarna koma fram. Lögregluráði var til dæmis komið á fótinn í byrjun ársins til að efla þetta innra samstarf og samhæfa störf lögreglunnar, svo hún komi í auknum mæli fram sem ein liðsheild,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í fyrri skýrslu kom fram að pólitískar tengingar geti haft truflandi áhrif á störf lögreglu. Samtökin segja vanta skýr og gagnsæ viðmið þegar ákvörðun er tekin um að endurnýja ekki skipanir. Skortur á þessu og fastur fimm ára skipunartími auki hættuna á pólitískum áhrifum. Áslaug Arna hefur skipað fimm lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra frá því hún tók við embætti dómsmálaráðherra. „Lögregla er algjörlega sjálfstæð í sínum aðgerðum þótt hún starfi í umboði dómsmálaráðherra.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira