Fær ekki skaðabætur eftir að hafa farið í hjartastopp við handtöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 17:34 Hæstiréttur mat það svo að Ívar Örn hafi ekki fært sannanir fyrir því að orsök hjartastoppsins sem hann fór í við handtöku hafi verið handtakan sjálf. Vísir/Vilhelm Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira