Feðgarnir í Svartárkoti halda báðir tryggð við fyrsta bílinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2020 12:40 Bóndinn og vélvirkinn í Svartárkoti, Hlini Jón Gíslason, við fyrsta bílinn sem hann eignaðist, Saab 96, árgerð 1974. Arnar Halldórsson Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum: Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum:
Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14