Feðgarnir í Svartárkoti halda báðir tryggð við fyrsta bílinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2020 12:40 Bóndinn og vélvirkinn í Svartárkoti, Hlini Jón Gíslason, við fyrsta bílinn sem hann eignaðist, Saab 96, árgerð 1974. Arnar Halldórsson Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum: Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum:
Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein