Lagði inn milljónir eða skipti þeim í evrur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 07:01 Alls voru keyptar evrur fyrir rúmlega tuttugu milljónir króna. Unsplash/Lena Balk Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna. Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna.
Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira