Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2020 11:01 Þó að Donald Trump sé nú á útleið sem forseti reynir ríkisstjórn hans nú að hafa áhrif á gerð næstu stóru skýrslu alríkisstjórnarinnar um stöðu loftslags og loftslagsvísinda. AP/Evan Vucci Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. Loftslagsvísindamaður sem stýrði skýrslugerðinni var skyndilega færður til í starfi fyrr í þessum mánuði. Rannsóknaverkefni Bandaríkjanna á hnattrænum breytingum (e. U.S. Global Change Research Program) er alríkisverkefni sem stýrir meðal annars vinnu við stærstu skýrslu bandarískra stjórnvalda um stöðu loftslags og loftslagsvísinda. Þrettán alríkisstofnanir leggja hönd á plóg við skýrsluna en hana á að birta á fimm ára fresti samkvæmt lögum. Hvíta húsið leysti Michael Kuperberg, loftslagsvísindamann, sem hefur stýrt skýrslugerðinni undanfarin fimm ár skyndilega frá störfum í síðustu viku. Í stað hans hefur það nú skipað tvo umdeilda vísindamenn sem efast um alvarleika loftslagsbreytinga til að stýra verkefninu. Efast um viðtekin vísindi Ryan Maue var nýlega skipaður aðalvísindamaður Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Hann hefur nú verið settur í sérverkefni hjá Hvíta húsinu við að stýra rannsóknaverkefninu á hnattrænum breytingum sem hefur umsjón með gerð skýrslunnar. Maue hefur í gegnum tíðina lýst efasemdum um að áhrif loftslagsbreytinga verði hamfarakennd, sérstaklega hvað varðar veðuröfgar, að sögn Washington Post. Spáð hefur verið að samfara hlýnun loftlags færist veðuröfgar í aukana, til dæmis í formi öflugri fellibylja, verri hitabylgna og þurrka og ákafari úrkomu. David Legates, sem Trump skipaði nýlega í stöðu hjá NOAA, var einnig færður til Hvíta hússins til að hafa yfirumsjón með skýrslunni. Hann er veðurfræðingur sem hefur haldið því fram að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar komi plöntum til góða og að hnattræn hlýnun sé skaðlaus. Það gengur þvert á viðtekin vísindi um að hraðar breytingar á loftslagi og sjávarstöðu ógni samfélögum manna og dýralífi á jörðinni. Hlýnun er sums staðar tengd við grænkun á norðlægum slóðum en víða annars staðar veldur hún þurrki og gróðureyðingu. Gerðu lítið úr síðustu skýrslu Síðast kom svonefnd loftslagsmatsskýrsla út í nóvember árið 2017. Hún á að vera embættismönnum og almenningi vegvísir um ástand loftslags og horfur í framtíðinni. Niðurstöður hennar stönguðust á við málflutning Trump forseta og Repúblikanaflokks hans sem hafa gert lítið úr alvarleika loftslagsbreytinga eða afneitað þeim alveg. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því á sínum tíma að vísindamenn óttuðust að skýrslan yrði þögguð niður. Skýrslan kom engu að síður út en Trump-stjórnin lét birta hana á föstudegi eftir þakkargjörðardaginn, að því er virtist til þess að lágmarka þá athygli sem hún fengi í fjölmiðlum. Eftir að skýrslan var birt gerðu talsmenn Hvíta hússins lítið úr niðurstöðum hennar. Ríkisstjórn Trump hefur undið ofan af helstu loftslagsaðgerðum Baracks Obama, forvera Trump í embætti forseta, þar á meðal reglum um útblástur bifreiða og losun frá orkuverum. Óljóst hvaða áhrif þeir geta haft Joe Biden, verðandi forseti, tekur við embætti 20. janúar. Washington Post segir óljóst hversu mikil áhrif þeir Maue og Legates ná að hafa á næstu loftslagsskýrslu þar sem meginþorri vinnunnar fer fram eftir stjórnarskiptin. Þeir gætu reynt að velja skoðanabræður sínar sem kaflahöfunda fyrir skýrsluna. Nefnd embættismanna frá þeim þrettán stofnunum sem eiga aðild að skýrslunni þarf aftur á móti að leggja blessun sína yfir þá. Auk þess fer skýrslan í gegnum umfangsmikla ritrýni áður en hún kemur út, þar á meðal hjá Vísindaakademíu Bandaríkjanna. Þó að Legates og Maue hafi yfirumsjón með gerð skýrslunnar næstu tvo mánuðina var Betsy Weatherhead, loftslagsvísindamaður, nýlega skipuð til að stýra skýrslugerðinni sjálfri til loka árið 2023. Loftslagsmál Vísindi Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30 Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. Loftslagsvísindamaður sem stýrði skýrslugerðinni var skyndilega færður til í starfi fyrr í þessum mánuði. Rannsóknaverkefni Bandaríkjanna á hnattrænum breytingum (e. U.S. Global Change Research Program) er alríkisverkefni sem stýrir meðal annars vinnu við stærstu skýrslu bandarískra stjórnvalda um stöðu loftslags og loftslagsvísinda. Þrettán alríkisstofnanir leggja hönd á plóg við skýrsluna en hana á að birta á fimm ára fresti samkvæmt lögum. Hvíta húsið leysti Michael Kuperberg, loftslagsvísindamann, sem hefur stýrt skýrslugerðinni undanfarin fimm ár skyndilega frá störfum í síðustu viku. Í stað hans hefur það nú skipað tvo umdeilda vísindamenn sem efast um alvarleika loftslagsbreytinga til að stýra verkefninu. Efast um viðtekin vísindi Ryan Maue var nýlega skipaður aðalvísindamaður Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Hann hefur nú verið settur í sérverkefni hjá Hvíta húsinu við að stýra rannsóknaverkefninu á hnattrænum breytingum sem hefur umsjón með gerð skýrslunnar. Maue hefur í gegnum tíðina lýst efasemdum um að áhrif loftslagsbreytinga verði hamfarakennd, sérstaklega hvað varðar veðuröfgar, að sögn Washington Post. Spáð hefur verið að samfara hlýnun loftlags færist veðuröfgar í aukana, til dæmis í formi öflugri fellibylja, verri hitabylgna og þurrka og ákafari úrkomu. David Legates, sem Trump skipaði nýlega í stöðu hjá NOAA, var einnig færður til Hvíta hússins til að hafa yfirumsjón með skýrslunni. Hann er veðurfræðingur sem hefur haldið því fram að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar komi plöntum til góða og að hnattræn hlýnun sé skaðlaus. Það gengur þvert á viðtekin vísindi um að hraðar breytingar á loftslagi og sjávarstöðu ógni samfélögum manna og dýralífi á jörðinni. Hlýnun er sums staðar tengd við grænkun á norðlægum slóðum en víða annars staðar veldur hún þurrki og gróðureyðingu. Gerðu lítið úr síðustu skýrslu Síðast kom svonefnd loftslagsmatsskýrsla út í nóvember árið 2017. Hún á að vera embættismönnum og almenningi vegvísir um ástand loftslags og horfur í framtíðinni. Niðurstöður hennar stönguðust á við málflutning Trump forseta og Repúblikanaflokks hans sem hafa gert lítið úr alvarleika loftslagsbreytinga eða afneitað þeim alveg. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því á sínum tíma að vísindamenn óttuðust að skýrslan yrði þögguð niður. Skýrslan kom engu að síður út en Trump-stjórnin lét birta hana á föstudegi eftir þakkargjörðardaginn, að því er virtist til þess að lágmarka þá athygli sem hún fengi í fjölmiðlum. Eftir að skýrslan var birt gerðu talsmenn Hvíta hússins lítið úr niðurstöðum hennar. Ríkisstjórn Trump hefur undið ofan af helstu loftslagsaðgerðum Baracks Obama, forvera Trump í embætti forseta, þar á meðal reglum um útblástur bifreiða og losun frá orkuverum. Óljóst hvaða áhrif þeir geta haft Joe Biden, verðandi forseti, tekur við embætti 20. janúar. Washington Post segir óljóst hversu mikil áhrif þeir Maue og Legates ná að hafa á næstu loftslagsskýrslu þar sem meginþorri vinnunnar fer fram eftir stjórnarskiptin. Þeir gætu reynt að velja skoðanabræður sínar sem kaflahöfunda fyrir skýrsluna. Nefnd embættismanna frá þeim þrettán stofnunum sem eiga aðild að skýrslunni þarf aftur á móti að leggja blessun sína yfir þá. Auk þess fer skýrslan í gegnum umfangsmikla ritrýni áður en hún kemur út, þar á meðal hjá Vísindaakademíu Bandaríkjanna. Þó að Legates og Maue hafi yfirumsjón með gerð skýrslunnar næstu tvo mánuðina var Betsy Weatherhead, loftslagsvísindamaður, nýlega skipuð til að stýra skýrslugerðinni sjálfri til loka árið 2023.
Loftslagsmál Vísindi Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30 Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30
Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55