Sagður ætla að fækka hermönnum verulega í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 22:00 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak verulega, áður en hann lætur af embætti í janúar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs stendur til að fækka hermönnum í Afganistan um tæpan helming svo það verði 2.500 hermenn eftir þar. Í Írak stendur til að fækka þeim um um það bil 500, svo þar verði einnig 2.500 hermenn eftir. Trump hefur lengi viljað kalla alla hermennina heim aftur en forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og erindrekar hafa verið andvígir því. AP fréttaveitan segir ákvörðunina ekki koma á óvart, sérstaklega með miði af því að Trump hafi sópað mörgum leiðtogum úr varnarmálaráðuneytinu og komið stuðningsmönnum sínum þar fyrir í þeirra stað. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var forsvarsmönnum hersins tilkynnt þessi ákvörðun um helgina. Enn er ekki búið að semja forsetatilskipun Trump en samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir á að klára flutningana einungis fimm dögum áður en Joe Biden sest að í Hvíta húsinu. Herforingjar hafa lýst því yfir að samningsstaða Bandaríkjanna gagnvart Talibönum, í friðarviðræðum þeirra, gæti versnað með færri hermönnum í Afganistan. Her Írak er betur í stakk búinn til að takast á við ógnir en her Afganistan er til að takast á við Talibana og því hafa herforingjar minni áhyggjur af fækkun hermanna þar. Um 4.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan og varnarmálaráðuneytið hefur sagt erfitt að fækka þeim meira í ljósi ítrekaðra árása Talibana. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna og hefur nú staðið yfir í 19 ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið eftir árásina á Tvíburaturnana í New York en Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan þá, studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda á þeim tíma. Bandaríkin Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22 Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak verulega, áður en hann lætur af embætti í janúar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs stendur til að fækka hermönnum í Afganistan um tæpan helming svo það verði 2.500 hermenn eftir þar. Í Írak stendur til að fækka þeim um um það bil 500, svo þar verði einnig 2.500 hermenn eftir. Trump hefur lengi viljað kalla alla hermennina heim aftur en forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og erindrekar hafa verið andvígir því. AP fréttaveitan segir ákvörðunina ekki koma á óvart, sérstaklega með miði af því að Trump hafi sópað mörgum leiðtogum úr varnarmálaráðuneytinu og komið stuðningsmönnum sínum þar fyrir í þeirra stað. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var forsvarsmönnum hersins tilkynnt þessi ákvörðun um helgina. Enn er ekki búið að semja forsetatilskipun Trump en samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir á að klára flutningana einungis fimm dögum áður en Joe Biden sest að í Hvíta húsinu. Herforingjar hafa lýst því yfir að samningsstaða Bandaríkjanna gagnvart Talibönum, í friðarviðræðum þeirra, gæti versnað með færri hermönnum í Afganistan. Her Írak er betur í stakk búinn til að takast á við ógnir en her Afganistan er til að takast á við Talibana og því hafa herforingjar minni áhyggjur af fækkun hermanna þar. Um 4.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan og varnarmálaráðuneytið hefur sagt erfitt að fækka þeim meira í ljósi ítrekaðra árása Talibana. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna og hefur nú staðið yfir í 19 ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið eftir árásina á Tvíburaturnana í New York en Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan þá, studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda á þeim tíma.
Bandaríkin Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22 Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06
Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22
Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38