Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2020 16:12 Skjáskot úr myndbandinu sem hefur verið í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. Um er að ræða tveggja og hálfs mínútna langt myndband þar sem karlmaðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum hvar hann hefur unnið til verðlauna, virðist refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Svo virðist sem árásarmaðurinn telji þann yngri vera að dreifa ósönnu slúðri um konu árásarmannsins og föður þess yngri, dæmdan fíkniefnainnflytjanda. Biður um vægð Sá yngri biður árásarmanninn endurtekið um að láta af spörkum sínum og höggum sem mörg hver eru beint í höfuð mannsins. Þriðji aðili tekur allt upp á síma og segir árásarmaðurinn á einum tímapunkti ákveðinn: „Þetta myndband fer á netið!“. Þá segir hann tökumanninum að nauðga yngri karlmanninum, fara inn á klósett og „ríða honum í rassinn“ - eins og árásarmaðurinn kemst að orði. Á Facebook-síðu árásarmannsins má sjá annað nýlegt myndband þar sem hann er að berjast ber að ofan við karlmann úti á götu. Af fullum þunga í handtökur í slíkum málum Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn í gær. Aðilar í málinu hafi verið yfirheyrðir og málið sé til skoðunar. „Við förum í fullan þunga í að handtaka geranda í slíkum málum,“ sagði Guðmundur Páll við Fréttablaðið í gær sem fyrst greindi frá málinu. Aðspurður hvort gerð verði krafa til árásarmannsins að hann taki myndbandið úr birtingu segir Guðmundur Páll málið í skoðun. Deilur karlmannanna tveggja hafa haldið áfram á Facebook í morgun. Þannig heldur sá yngri áfram að birta myndir og myndbönd og ögra árásarmanninum. Segist hann varla vera með skrámu og hvetur árásarmanninn til að koma einan næst þegar hann vilji ráðast á sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. Um er að ræða tveggja og hálfs mínútna langt myndband þar sem karlmaðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum hvar hann hefur unnið til verðlauna, virðist refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Svo virðist sem árásarmaðurinn telji þann yngri vera að dreifa ósönnu slúðri um konu árásarmannsins og föður þess yngri, dæmdan fíkniefnainnflytjanda. Biður um vægð Sá yngri biður árásarmanninn endurtekið um að láta af spörkum sínum og höggum sem mörg hver eru beint í höfuð mannsins. Þriðji aðili tekur allt upp á síma og segir árásarmaðurinn á einum tímapunkti ákveðinn: „Þetta myndband fer á netið!“. Þá segir hann tökumanninum að nauðga yngri karlmanninum, fara inn á klósett og „ríða honum í rassinn“ - eins og árásarmaðurinn kemst að orði. Á Facebook-síðu árásarmannsins má sjá annað nýlegt myndband þar sem hann er að berjast ber að ofan við karlmann úti á götu. Af fullum þunga í handtökur í slíkum málum Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn í gær. Aðilar í málinu hafi verið yfirheyrðir og málið sé til skoðunar. „Við förum í fullan þunga í að handtaka geranda í slíkum málum,“ sagði Guðmundur Páll við Fréttablaðið í gær sem fyrst greindi frá málinu. Aðspurður hvort gerð verði krafa til árásarmannsins að hann taki myndbandið úr birtingu segir Guðmundur Páll málið í skoðun. Deilur karlmannanna tveggja hafa haldið áfram á Facebook í morgun. Þannig heldur sá yngri áfram að birta myndir og myndbönd og ögra árásarmanninum. Segist hann varla vera með skrámu og hvetur árásarmanninn til að koma einan næst þegar hann vilji ráðast á sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira