Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 22:09 Sverrir Ingi í baráttunni í kvöld. Lars Ronbog/Getty Images Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04
Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57