„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 13. nóvember 2020 14:09 Margrét Kristín Blöndal segir það vera bæði siðferðislega og borgaralega skyldu þjóðarinnar að segja „hingað og ekki lengra“. Hún hefur ekki glatað voninni um að senegalska fjölskyldan fái að dvelja hér á landi Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. Hjónin frá Senegal hafa búið á Íslandi í hátt í sjö ár og barist fyrir dvalarleyfi allan þann tíma en án árangurs. Dætur þeirra, Marta sem er sex ára og María sem er þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi og þekkja ekkert annað en Ísland. Í lok október kom síðasti úrskurður í máli þeirra en að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Margrét Kristín Blöndal, söngkona, hefur talsvert látið sig málið varða. Hún hefur ekki glatað voninni um að fjölskyldan fái að dvelja hér. Í morgun var sótt um ríkisborgararétt fyrir systurnar. „Dómsmálaráðherra hefur sagt opinberlega að henni finnist þetta vera óboðlegur tími, að skapa sér tilveru í sjö ár og bíða jafnframt eftir úrskurði um það hvort maður fái að vera eða fara og ég veit ekki betur en að Bjarni Benediktsson, hafi tjáð sig um málið líka um daginn og sagt að þetta sé óeðlilegt þannig að ég er vongóð, absalútt!“ Margréti sýnist stjórnvöld ekki hafa náð að framfylgja þjóðarvilja. „Þessi misskildi lestur á þjóðarvilja er með ólíkindum. Íslendingar eru ekki þess konar þjóð að hún bjóði fólk svona óvelkomið eins og þessi vinnubrögð virðast sýna. Ég hef verið að undra mig á þessum lestri yfirvaldsins á vilja almennings vegna þess að þessar 21 þúsund undirskriftir komu í einum grænum hvínandi hvelli. Íslensk stjórnvöld verð að fara að hugsa sig verulega um í þessum málaflokki því siðleysið fer út fyrir allan þjófabálk“. Áherslur í innflytjendamálum rími ekki við gildismat íslensku þjóðarinnar sem vilji almennt bjóða fólk velkomið hér á landi og fagnar fjölbreytileika. „Ég tala bara sem húsmóðir í Vesturbænum, þetta bara er ekki til siðs hér. Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt. Þetta er ekki hægt.“ Margréti finnst nógu mikið hafa verið lagt á herðar fjölskyldunnar. Hún hafi mátt búa við réttindaleysi og óöryggi í öll þessi ár. „Það er bara ekki hægt að beita fólk þessu ofbeldi, þetta er ekkert annað en ofbeldi að ætla að fara að svipta fólk öruggri tilveru, sem er í rauninni ekki örugg vegna þess að þau hafa engin réttindi hér og hafa ekki haft nein réttindi í sjö ár, þá myndi ég náttúrulega bara líta á það þannig að yfirvöld skulduðu þessari fjölskyldu, ekki bara afsökunarbeiðni, heldur ættu þau að rigga upp ríkisborgararétti í einum grænum hvelli“. Meðferð yfirvalda á systrunum Maríu og Mörtu hafi sérstaklega farið fyrir brjóstið á henni. „Það er bara einhver lína þarna. Þegar við erum að tala um börn þá er það er okkar borgaralega skilyrðislausa skylda að segja hingað og ekki lengra þegar á að fara að fremja slíkt ofbeldi á börnum“. Senegal Hælisleitendur Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15 „Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. Hjónin frá Senegal hafa búið á Íslandi í hátt í sjö ár og barist fyrir dvalarleyfi allan þann tíma en án árangurs. Dætur þeirra, Marta sem er sex ára og María sem er þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi og þekkja ekkert annað en Ísland. Í lok október kom síðasti úrskurður í máli þeirra en að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Margrét Kristín Blöndal, söngkona, hefur talsvert látið sig málið varða. Hún hefur ekki glatað voninni um að fjölskyldan fái að dvelja hér. Í morgun var sótt um ríkisborgararétt fyrir systurnar. „Dómsmálaráðherra hefur sagt opinberlega að henni finnist þetta vera óboðlegur tími, að skapa sér tilveru í sjö ár og bíða jafnframt eftir úrskurði um það hvort maður fái að vera eða fara og ég veit ekki betur en að Bjarni Benediktsson, hafi tjáð sig um málið líka um daginn og sagt að þetta sé óeðlilegt þannig að ég er vongóð, absalútt!“ Margréti sýnist stjórnvöld ekki hafa náð að framfylgja þjóðarvilja. „Þessi misskildi lestur á þjóðarvilja er með ólíkindum. Íslendingar eru ekki þess konar þjóð að hún bjóði fólk svona óvelkomið eins og þessi vinnubrögð virðast sýna. Ég hef verið að undra mig á þessum lestri yfirvaldsins á vilja almennings vegna þess að þessar 21 þúsund undirskriftir komu í einum grænum hvínandi hvelli. Íslensk stjórnvöld verð að fara að hugsa sig verulega um í þessum málaflokki því siðleysið fer út fyrir allan þjófabálk“. Áherslur í innflytjendamálum rími ekki við gildismat íslensku þjóðarinnar sem vilji almennt bjóða fólk velkomið hér á landi og fagnar fjölbreytileika. „Ég tala bara sem húsmóðir í Vesturbænum, þetta bara er ekki til siðs hér. Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt. Þetta er ekki hægt.“ Margréti finnst nógu mikið hafa verið lagt á herðar fjölskyldunnar. Hún hafi mátt búa við réttindaleysi og óöryggi í öll þessi ár. „Það er bara ekki hægt að beita fólk þessu ofbeldi, þetta er ekkert annað en ofbeldi að ætla að fara að svipta fólk öruggri tilveru, sem er í rauninni ekki örugg vegna þess að þau hafa engin réttindi hér og hafa ekki haft nein réttindi í sjö ár, þá myndi ég náttúrulega bara líta á það þannig að yfirvöld skulduðu þessari fjölskyldu, ekki bara afsökunarbeiðni, heldur ættu þau að rigga upp ríkisborgararétti í einum grænum hvelli“. Meðferð yfirvalda á systrunum Maríu og Mörtu hafi sérstaklega farið fyrir brjóstið á henni. „Það er bara einhver lína þarna. Þegar við erum að tala um börn þá er það er okkar borgaralega skilyrðislausa skylda að segja hingað og ekki lengra þegar á að fara að fremja slíkt ofbeldi á börnum“.
Senegal Hælisleitendur Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15 „Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15
„Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50