Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 23:04 „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu, hvar ert þú?“ segir á borðanum sem nágrannakona sendiherrans við Sólvallagötu hengdi upp. Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá. Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá.
Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira