Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:01 Fulltrúar demókrata og repúblikana fara yfir atkvæði í Maricopa í Arizona. epa/Rick D'elia New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46