Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:28 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi prófana. Niðurstöður sem birtar voru í fyrradag benda til þess að efnið veiti 90% vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01
Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58