Telur óskynsamlegt að fara ekki að tilmælum sóttvarnalæknis Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2020 21:56 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óskynsamlegt af ríkisstjórninni að fara ekki eftir tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að gera tvöfalda sýnatöku á landamærunum að skyldu. Ríkisstjórnin hefur hingað til talið mikilvægt að ferðalangar gætu valið sóttkví í staðinn. Forsætisráðherra sagði í fréttum í gær að tillaga sóttvarnalæknis um að gera tvöfalda skimun á landamærunum að skyldu falli ekki að stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefur talið mikilvægt að bjóða ferðalöngum upp á val í þeim efnum. Forsætisráðherra sagði þó til skoðunar að gera skimunina gjaldfrjálsa sem ætti að minnka að fólk velji 14 daga sóttkví til að komast hjá skimun. Núverandi fyrirkomulag rennur út 1. desember. Heilbrigðisráðherra segir málið til skoðunar. „Ríkisstjórnin hefur þessa ákvörðun ekki beint fyrir framan sig á borðinu en við erum vön því að tala okkur fram til sameiginlegrar niðurstöðu og munum gera það í þessu efni líka,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir gögn sýna að það sé hættulegt að hafa val um 14 daga sóttkví. „Það hafa borist smit út í samfélagið, frá þeim sem sögðust ætla að vera í 14 daga sóttkví, og ég held að það sé mjög óskynsamlegt að fara ekki eftir þessum ráðleggingum Þórólfs.“ Vandamálið hafi komið vegna þessa fyrirkomulags. „Þegar að til landsins kom á sínum tíma hópur útlendinga frá Rúmeníu sem sögðust ætla að fara í tveggja vikna sóttkví og vildu ekki fara í skimun, og fóru síðan beint út í samfélagið,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óskynsamlegt af ríkisstjórninni að fara ekki eftir tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að gera tvöfalda sýnatöku á landamærunum að skyldu. Ríkisstjórnin hefur hingað til talið mikilvægt að ferðalangar gætu valið sóttkví í staðinn. Forsætisráðherra sagði í fréttum í gær að tillaga sóttvarnalæknis um að gera tvöfalda skimun á landamærunum að skyldu falli ekki að stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefur talið mikilvægt að bjóða ferðalöngum upp á val í þeim efnum. Forsætisráðherra sagði þó til skoðunar að gera skimunina gjaldfrjálsa sem ætti að minnka að fólk velji 14 daga sóttkví til að komast hjá skimun. Núverandi fyrirkomulag rennur út 1. desember. Heilbrigðisráðherra segir málið til skoðunar. „Ríkisstjórnin hefur þessa ákvörðun ekki beint fyrir framan sig á borðinu en við erum vön því að tala okkur fram til sameiginlegrar niðurstöðu og munum gera það í þessu efni líka,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir gögn sýna að það sé hættulegt að hafa val um 14 daga sóttkví. „Það hafa borist smit út í samfélagið, frá þeim sem sögðust ætla að vera í 14 daga sóttkví, og ég held að það sé mjög óskynsamlegt að fara ekki eftir þessum ráðleggingum Þórólfs.“ Vandamálið hafi komið vegna þessa fyrirkomulags. „Þegar að til landsins kom á sínum tíma hópur útlendinga frá Rúmeníu sem sögðust ætla að fara í tveggja vikna sóttkví og vildu ekki fara í skimun, og fóru síðan beint út í samfélagið,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent