Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 20:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. Þá fagnaði hann umbótum á starfsemi stofnunarinnar sem boðaðar hafa verið af Frakklandi, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði á ávarpi sem hann flutti fyrir heilbrigðisráðherra á fundi WHO í dag að fjármögnun stofnunarinnar þurfi að verða sveigjanlegri og fyrirsjáanleg til þess að jafna mismun sem nú sé til staðar á væntingum um það sem stofnunin getur gert og hvað hún getur í raun gert. „Við eigum enn langt í land en við erum á réttri braut,“ sagði Tedros á fundinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr á þessu ári að frysta fé sem renna átti til stofnunarinnar og hóf ferli við að draga Bandaríkin úr stofnuninni fyrir næsta sumar. Hann sakaði stofnunina um að vera hliðholl Kína í viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum sem Tedros hefur neitað. Joe Biden, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum vestanhafs nú um helgina, lýsti því yfir á meðan á kosningabaráttunni stóð að hann myndi snúa við ákvörðun Trumps um að segja Bandaríkin úr WHO á fyrsta degi sínum í forsetastóli. Hann kallaði í dag saman hóp sérfræðinga alls staðar að úr Bandaríkjunum sem eiga að sitja í kórónuveiruteymi þegar hann tekur við embætti. Tedros óskaði Biden til hamingju með sigurinn og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, sömuleiðis. Nú hafa rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna verið greindir smitaðir af veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þá hafa tæplega 238 þúsund látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Undanfarin vika hefur verið Bandaríkjamönnum erfið hvað veiruna varðar en í þrjá daga í röð var metfjöldi í kórónuveirusmitum þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. Þá fagnaði hann umbótum á starfsemi stofnunarinnar sem boðaðar hafa verið af Frakklandi, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði á ávarpi sem hann flutti fyrir heilbrigðisráðherra á fundi WHO í dag að fjármögnun stofnunarinnar þurfi að verða sveigjanlegri og fyrirsjáanleg til þess að jafna mismun sem nú sé til staðar á væntingum um það sem stofnunin getur gert og hvað hún getur í raun gert. „Við eigum enn langt í land en við erum á réttri braut,“ sagði Tedros á fundinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr á þessu ári að frysta fé sem renna átti til stofnunarinnar og hóf ferli við að draga Bandaríkin úr stofnuninni fyrir næsta sumar. Hann sakaði stofnunina um að vera hliðholl Kína í viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum sem Tedros hefur neitað. Joe Biden, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum vestanhafs nú um helgina, lýsti því yfir á meðan á kosningabaráttunni stóð að hann myndi snúa við ákvörðun Trumps um að segja Bandaríkin úr WHO á fyrsta degi sínum í forsetastóli. Hann kallaði í dag saman hóp sérfræðinga alls staðar að úr Bandaríkjunum sem eiga að sitja í kórónuveiruteymi þegar hann tekur við embætti. Tedros óskaði Biden til hamingju með sigurinn og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, sömuleiðis. Nú hafa rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna verið greindir smitaðir af veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þá hafa tæplega 238 þúsund látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Undanfarin vika hefur verið Bandaríkjamönnum erfið hvað veiruna varðar en í þrjá daga í röð var metfjöldi í kórónuveirusmitum þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27
Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11