Eigandi starfsmannaleigu fær tveggja ára dóm fyrir skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2020 15:27 Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið umsvifamikill í starfsmannaleiguhaldi undanfarin ár. Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Dómurinn var kveðinn upp þann 15. október í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 87 milljónir nýttar í reksturinn Ingimar Skúli var ákærður fyrir að hafa sem stjórnandi og eigandi leigunnar komið sér undan að greiða um 87 milljónir króna í skatta árið 2017. Annars vegar 57 milljónir króna vegna skila á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og hins vegar fyrir að hafa ekki staðið skil á 30 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir Verkleiguna. Ákæruliðurinn sem fjallar um peningaþvætti snýr að því að hafa nýtt milljónirnar 87 í þágu rekstrar félagsins. Þá var Ingimar Skúli einnig ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald og peningaþvætti með því að hafa skilað efnislega röngu skattframtali fyrir árið 2013 og ekki skilað skattframtali árin 2015-2018 vegna áranna á undan. Vantaldi hann tekjur upp á 66 milljónir króna yfir þetta tímabil og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts og útsvars rúmlega 27 milljóna króna. Neitaði fyrst en játaði svo Málið átti að þingfesta í mars en var frestað fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins. Ingimar neitaði sök við þingfestingu í maí en breytti afstöðu sinni í september og játaði skýlaust sök. Lagði hann þá fram skattframtöl sín vegna áranna 2013-2017 og afrit af tveimur kærum sem hann lagði fram hjá lögreglu. Annars vegar vegna árásar og skemmdarverka í febrúar 2018 og hins vegar vegna fjárdráttar, fjársvika, skjalafals og skipulagðrar glæpastarfsemi dagsett í apríl 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur mat tveggja ára skilorðsbundið fangelsi hæfilega refsingu í ljósi skýlausrar játningar en jafnframt þar sem brot hans námu háum fjárhæðum og náðu yfir langt tímabil. Manngildi og Menn í vinnu Ingimar Skúli stofnaði starfsmannaleiguna Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að miklar deilur sköpuðust milli þeirra tveggja sem stofnuðu nýjar leigur í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar. Ingimar Skúli stofnaði Manngildi og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Málefni starfsmannaleigunnar Manngildis voru einnig á borði lögreglunnar um tíma. Lögreglu grunaði að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum starfsmönnum Manngildis kennitölu hjá Þjóðskrá. Réðst hún því til atlögu á skrifstofur fyrirtækisins í Kópavogi og leiddi tíu manns út í járnum, þeirra á meðal var eigandinn Ingimar. Honum þótti lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar, Tryggvi Agnarsson, sagði í samtali við fréttastofu að starfsemin og Ingimar hafi verið dregna inn í málið að óþörfu. Ingimar var laus ferða sinna eftir skýrslutöku. Brot á siðareglum lögmanna? Deilum um Manngildi var þó ekki lokið þar. Lögmaðurinn Tryggvi var sakaður af forsvarsmönnum Manna í vinnu um að hafa „brotið alvarlega og ítrekað gegn ákvæðum siðareglna lögmanna,“ með ummælum sínum í viðtali við Vísi í fyrra, meðan vegabréfarannsóknin stóð sem hæst. Þar sagði Tryggvi, og átti þar við Ingimar skjólstæðing sinn: „Hann kom ekki inn í verkleiguna sem var hreinsuð að innan af glæpalýðnum fyrr en í október í fyrra,“ sagði Tryggvi. Það eru allar líkur að þessi kona og samstarfsmenn hennar hafi staðið að þessu.“ Vísaði hann til harðvítugra deilna milli Ingimars Skúla og Höllu Rutar meðan samstarfi þeirra stóð. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Dómurinn var kveðinn upp þann 15. október í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 87 milljónir nýttar í reksturinn Ingimar Skúli var ákærður fyrir að hafa sem stjórnandi og eigandi leigunnar komið sér undan að greiða um 87 milljónir króna í skatta árið 2017. Annars vegar 57 milljónir króna vegna skila á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og hins vegar fyrir að hafa ekki staðið skil á 30 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir Verkleiguna. Ákæruliðurinn sem fjallar um peningaþvætti snýr að því að hafa nýtt milljónirnar 87 í þágu rekstrar félagsins. Þá var Ingimar Skúli einnig ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald og peningaþvætti með því að hafa skilað efnislega röngu skattframtali fyrir árið 2013 og ekki skilað skattframtali árin 2015-2018 vegna áranna á undan. Vantaldi hann tekjur upp á 66 milljónir króna yfir þetta tímabil og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts og útsvars rúmlega 27 milljóna króna. Neitaði fyrst en játaði svo Málið átti að þingfesta í mars en var frestað fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins. Ingimar neitaði sök við þingfestingu í maí en breytti afstöðu sinni í september og játaði skýlaust sök. Lagði hann þá fram skattframtöl sín vegna áranna 2013-2017 og afrit af tveimur kærum sem hann lagði fram hjá lögreglu. Annars vegar vegna árásar og skemmdarverka í febrúar 2018 og hins vegar vegna fjárdráttar, fjársvika, skjalafals og skipulagðrar glæpastarfsemi dagsett í apríl 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur mat tveggja ára skilorðsbundið fangelsi hæfilega refsingu í ljósi skýlausrar játningar en jafnframt þar sem brot hans námu háum fjárhæðum og náðu yfir langt tímabil. Manngildi og Menn í vinnu Ingimar Skúli stofnaði starfsmannaleiguna Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að miklar deilur sköpuðust milli þeirra tveggja sem stofnuðu nýjar leigur í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar. Ingimar Skúli stofnaði Manngildi og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Málefni starfsmannaleigunnar Manngildis voru einnig á borði lögreglunnar um tíma. Lögreglu grunaði að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum starfsmönnum Manngildis kennitölu hjá Þjóðskrá. Réðst hún því til atlögu á skrifstofur fyrirtækisins í Kópavogi og leiddi tíu manns út í járnum, þeirra á meðal var eigandinn Ingimar. Honum þótti lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar, Tryggvi Agnarsson, sagði í samtali við fréttastofu að starfsemin og Ingimar hafi verið dregna inn í málið að óþörfu. Ingimar var laus ferða sinna eftir skýrslutöku. Brot á siðareglum lögmanna? Deilum um Manngildi var þó ekki lokið þar. Lögmaðurinn Tryggvi var sakaður af forsvarsmönnum Manna í vinnu um að hafa „brotið alvarlega og ítrekað gegn ákvæðum siðareglna lögmanna,“ með ummælum sínum í viðtali við Vísi í fyrra, meðan vegabréfarannsóknin stóð sem hæst. Þar sagði Tryggvi, og átti þar við Ingimar skjólstæðing sinn: „Hann kom ekki inn í verkleiguna sem var hreinsuð að innan af glæpalýðnum fyrr en í október í fyrra,“ sagði Tryggvi. Það eru allar líkur að þessi kona og samstarfsmenn hennar hafi staðið að þessu.“ Vísaði hann til harðvítugra deilna milli Ingimars Skúla og Höllu Rutar meðan samstarfi þeirra stóð.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira