Þegar skólastofan var færð heim í stofu Lára Halla Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 09:00 Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar