Ánægður með þróun mála en telur ótímabært að slaka á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 12:09 þórólfur guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57