Dagur gegn einelti – við höfum öll hlutverk Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 09:00 Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu sem er 9. nóvember þetta árið. Markmiðið er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Á síðasta ári fóru Heimili og skóli – landssamtök foreldra í formlegt samstarf við Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti með umsjón með deginum og í ár var í fyrsta skipti hægt að tilnefna einstaklinga eða verkefni til hvatningarverðlauna á degi gegn einelti. Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum fór yfir tilnefningarnar og valdi verðlaunahafa sem kynntur verður við hátíðlega athöfn á degi gegn einelti og verður henni streymt. Einnig munum við frumsýna nýtt myndband Heimilis skóla þar sem við fengum til liðs við okkur fyrirmyndir í samfélaginu til að koma á framfæri skilaboðum til þín gegn einelti. En getum við stöðvað einelti? Samtakamáttur og samkennd Einelti hefur líklega fylgt mannkyninu í aldaraðir þó svo það hafi ekki verið rannsakað skipulega fyrr en um 1970. Margt hefur áunnist en þó er einelti enn viðvarandi vandi í okkar samfélagi og því mikilvægt að sýna stöðuga árvekni og bregðast markvisst við. Núorðið vita flestir hvað einelti er og hversu slæmar afleiðingar slíkt ofbeldi getur haft. Einn liður öflugs foreldrasamstarfs í skólum er að skapa góðan bekkjaranda, vera samtaka og vinna þannig á jákvæðan hátt gegn einelti. Samtalið heima fyrir er ekki síður mikilvægt og þegar upp kemur samskiptavandi er brýnt að taka á honum strax svo hann þróist ekki yfir í eitthvað verra. Nauðsynlegt er að vinna markvisst að forvörnum og reyna að byrgja brunninn í tíma svo við þurfum síður að eiga við alvarlegar afleiðingar og getum þá jafnvel bjargað lífi einhvers. En til þess að það sé hægt þurfum við að gera okkur grein fyrir að við höfum öll hlutverki að gegna. Einelti á sér ekki stað í tómarúmi Ef engir áhorfendur væru til staðar þá væri líklega ekkert einelti. Við tilheyrum alls konar hópum og lifum í fjölbreyttu samfélagi. Er jarðvegur fyrir einelti í þínum hópi? Eða í þinni fjölskyldu? Þetta á jafnt við augliti til auglitis og á netinu og samfélagsmiðlum. Ef við verðum vitni að ofbeldi þá höfum við alltaf val um hvað við gerum næst. Reynum við að stöðva ofbeldið með einhverjum hætti? Segjum við eitthvað þegar það á sér stað eða látum við einhvern vita sem gæti hjálpað? Sýnum við þeim sem fyrir ofbeldinu verður stuðning? Tilkynnum við ofbeldi á netinu? Eða gerum við ekki neitt? Í þessu samhengi má gjarnan benda á ábendingalínu Barnaheilla og hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið en þessi samtök eru samstarfsaðilar okkar í SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni ásamt Ríkislögreglustjóra. Í hverjum skóla á síðan að vera virk eineltisáætlun og nemendaverndarráð þannig að gripið sé fljótt og vel inn í þau eineltismál sem upp koma og best er ef unnið er með hópinn sem heild, í það minnsta bæði gerendur og þolendur með virku samstarfi við foreldra. Þegar ekki gengur að leysa málin í umhverfi barnsins er hægt að hafa samband við fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum hjá Menntamálastofnun. Einnig bjóða ýmsir aðilar upp á aðstoð í eineltismálum svo sem Olweusarverkefnið gegn einelti, KVAN og aðrir sérfræðingar. En þegar öllu er á botninn hvolft liggur ábyrgðin hjá okkur, hverju og einu. Hvað ætlar þú að gera næst þegar þú verður vitni að einelti? Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Við þurfum að átta okkur á að það er hagur heildarinnar að hverjum og einum innan hennar líði sem best. Einelti hefur ekki einungis áhrif á þá sem fyrir því verða og þá sem því beita heldur einnig þá sem verða vitni að því. Viðbrögð við einelti hafa allt að segja um hvernig til tekst að vinna úr því og þau þurfa að grundvallast á festu en líka skilningi, samhygð og virðingu. Við verðum að vanda okkur í samskiptum og megum ekki falla í þá gryfju að láta reiðina stjórna för. Vissulega getur það reynst erfitt en hugsa þarf til framtíðar, sér í lagi þegar um börn er að ræða. Reynum að rækta okkar styrkleika, setja okkur í spor annarra og huga að okkar eigin hegðun jafnt á netinu sem í eigin persónu. Við erum öll fyrirmyndir á einn eða annan hátt og þar af leiðandi með hlutverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu sem er 9. nóvember þetta árið. Markmiðið er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Á síðasta ári fóru Heimili og skóli – landssamtök foreldra í formlegt samstarf við Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti með umsjón með deginum og í ár var í fyrsta skipti hægt að tilnefna einstaklinga eða verkefni til hvatningarverðlauna á degi gegn einelti. Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum fór yfir tilnefningarnar og valdi verðlaunahafa sem kynntur verður við hátíðlega athöfn á degi gegn einelti og verður henni streymt. Einnig munum við frumsýna nýtt myndband Heimilis skóla þar sem við fengum til liðs við okkur fyrirmyndir í samfélaginu til að koma á framfæri skilaboðum til þín gegn einelti. En getum við stöðvað einelti? Samtakamáttur og samkennd Einelti hefur líklega fylgt mannkyninu í aldaraðir þó svo það hafi ekki verið rannsakað skipulega fyrr en um 1970. Margt hefur áunnist en þó er einelti enn viðvarandi vandi í okkar samfélagi og því mikilvægt að sýna stöðuga árvekni og bregðast markvisst við. Núorðið vita flestir hvað einelti er og hversu slæmar afleiðingar slíkt ofbeldi getur haft. Einn liður öflugs foreldrasamstarfs í skólum er að skapa góðan bekkjaranda, vera samtaka og vinna þannig á jákvæðan hátt gegn einelti. Samtalið heima fyrir er ekki síður mikilvægt og þegar upp kemur samskiptavandi er brýnt að taka á honum strax svo hann þróist ekki yfir í eitthvað verra. Nauðsynlegt er að vinna markvisst að forvörnum og reyna að byrgja brunninn í tíma svo við þurfum síður að eiga við alvarlegar afleiðingar og getum þá jafnvel bjargað lífi einhvers. En til þess að það sé hægt þurfum við að gera okkur grein fyrir að við höfum öll hlutverki að gegna. Einelti á sér ekki stað í tómarúmi Ef engir áhorfendur væru til staðar þá væri líklega ekkert einelti. Við tilheyrum alls konar hópum og lifum í fjölbreyttu samfélagi. Er jarðvegur fyrir einelti í þínum hópi? Eða í þinni fjölskyldu? Þetta á jafnt við augliti til auglitis og á netinu og samfélagsmiðlum. Ef við verðum vitni að ofbeldi þá höfum við alltaf val um hvað við gerum næst. Reynum við að stöðva ofbeldið með einhverjum hætti? Segjum við eitthvað þegar það á sér stað eða látum við einhvern vita sem gæti hjálpað? Sýnum við þeim sem fyrir ofbeldinu verður stuðning? Tilkynnum við ofbeldi á netinu? Eða gerum við ekki neitt? Í þessu samhengi má gjarnan benda á ábendingalínu Barnaheilla og hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið en þessi samtök eru samstarfsaðilar okkar í SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni ásamt Ríkislögreglustjóra. Í hverjum skóla á síðan að vera virk eineltisáætlun og nemendaverndarráð þannig að gripið sé fljótt og vel inn í þau eineltismál sem upp koma og best er ef unnið er með hópinn sem heild, í það minnsta bæði gerendur og þolendur með virku samstarfi við foreldra. Þegar ekki gengur að leysa málin í umhverfi barnsins er hægt að hafa samband við fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum hjá Menntamálastofnun. Einnig bjóða ýmsir aðilar upp á aðstoð í eineltismálum svo sem Olweusarverkefnið gegn einelti, KVAN og aðrir sérfræðingar. En þegar öllu er á botninn hvolft liggur ábyrgðin hjá okkur, hverju og einu. Hvað ætlar þú að gera næst þegar þú verður vitni að einelti? Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Við þurfum að átta okkur á að það er hagur heildarinnar að hverjum og einum innan hennar líði sem best. Einelti hefur ekki einungis áhrif á þá sem fyrir því verða og þá sem því beita heldur einnig þá sem verða vitni að því. Viðbrögð við einelti hafa allt að segja um hvernig til tekst að vinna úr því og þau þurfa að grundvallast á festu en líka skilningi, samhygð og virðingu. Við verðum að vanda okkur í samskiptum og megum ekki falla í þá gryfju að láta reiðina stjórna för. Vissulega getur það reynst erfitt en hugsa þarf til framtíðar, sér í lagi þegar um börn er að ræða. Reynum að rækta okkar styrkleika, setja okkur í spor annarra og huga að okkar eigin hegðun jafnt á netinu sem í eigin persónu. Við erum öll fyrirmyndir á einn eða annan hátt og þar af leiðandi með hlutverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun