Heilaaðgerð Maradona gekk vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 10:30 Diego Armando Maradona á leik Boca Juniors og Club de Gimnasia y Esgrima La Plata en hann lék með því fyrrnefnda og þjálfar nú það síðarnefnda. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Diego Maradona er sagður vera á batavegi eftir að hafa þurft óvænt að leggjast á skurðarborðið í heimalandi sínu í gær. Argentínska knattspyrnugoðsögnin fékk ekki góða afmælisgjöf á sextugsafmæli sínu þegar hann veiktist. Maradona var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti síðan að gangast undir heilaaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa. Blóðtapinn uppgötvaðist þegar Maradona var sendur í sneiðmyndatöku í gær eftir að hann hafði kvartað undan veikindum en hann glímdi þá við blóðleysi og vökvatap um helgina. Einhverjir óttuðust þá að hann væri með kórónuveiruna en svo var ekki. Ástæðan var önnur. Einkalæknir hans, Leopoldo Luque, sagði að Maradona hafi ráðið vel við aðgerðina og allt hafi gengið vel eftir atvikum. Diego Maradona's doctor says the Argentina legend has undergone successful brain surgery. https://t.co/Xeexy2YpTK pic.twitter.com/6wGs1Zzv21— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 „Diego er vakandi og honum líður vel. Hann er með smá bólgu sem við fjarlægjum á morgun. Hann réð vel við aðgerðina og allt er í góðu lagi,“ sagði Leopoldo Luque við argentínska fjölmiðla. Maradona var fluttur á sjúkrahús klukkan 20.00 á staðartíma í Argentínu en aðgerðin var framkvæmd á Olivos sjúkrahúsinu í La Plata. Aðgerðin tók 80 mínútur. Maradona hélt upp á sextugsafmælið sitt í síðustu viku og mætti þá meðal annars til að stýra liði sínu Gimnasia y Esgrima í argentínsku úrvalsdeildinni en Maradona hefur þjálfað liðið síðan í september 2019. Það var einmitt síðasta skiptið sem hann sást opinberlega en glöggir menn tóku eftir því að kappinn leit ekki alltof vel út þegar hann var studdur af velli í leikslok. Nokkrum dögum síðan uppgötvuðu menn ástæðu veikindanna og þá þurfti að bregðast skjótt við. Stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið til að sýna Maradona stuðning. Eftir að fréttist af því að aðgerðin hafi tekist vel þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að syngja nafnið hans Maradona. Fans have gathered outside the hospital in Argentina for Diego Maradona, who is scheduled to have surgery for a blood clot on his brain pic.twitter.com/401K70pXwL— B/R Football (@brfootball) November 3, 2020 Fótbolti Argentína Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Diego Maradona er sagður vera á batavegi eftir að hafa þurft óvænt að leggjast á skurðarborðið í heimalandi sínu í gær. Argentínska knattspyrnugoðsögnin fékk ekki góða afmælisgjöf á sextugsafmæli sínu þegar hann veiktist. Maradona var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti síðan að gangast undir heilaaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa. Blóðtapinn uppgötvaðist þegar Maradona var sendur í sneiðmyndatöku í gær eftir að hann hafði kvartað undan veikindum en hann glímdi þá við blóðleysi og vökvatap um helgina. Einhverjir óttuðust þá að hann væri með kórónuveiruna en svo var ekki. Ástæðan var önnur. Einkalæknir hans, Leopoldo Luque, sagði að Maradona hafi ráðið vel við aðgerðina og allt hafi gengið vel eftir atvikum. Diego Maradona's doctor says the Argentina legend has undergone successful brain surgery. https://t.co/Xeexy2YpTK pic.twitter.com/6wGs1Zzv21— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 „Diego er vakandi og honum líður vel. Hann er með smá bólgu sem við fjarlægjum á morgun. Hann réð vel við aðgerðina og allt er í góðu lagi,“ sagði Leopoldo Luque við argentínska fjölmiðla. Maradona var fluttur á sjúkrahús klukkan 20.00 á staðartíma í Argentínu en aðgerðin var framkvæmd á Olivos sjúkrahúsinu í La Plata. Aðgerðin tók 80 mínútur. Maradona hélt upp á sextugsafmælið sitt í síðustu viku og mætti þá meðal annars til að stýra liði sínu Gimnasia y Esgrima í argentínsku úrvalsdeildinni en Maradona hefur þjálfað liðið síðan í september 2019. Það var einmitt síðasta skiptið sem hann sást opinberlega en glöggir menn tóku eftir því að kappinn leit ekki alltof vel út þegar hann var studdur af velli í leikslok. Nokkrum dögum síðan uppgötvuðu menn ástæðu veikindanna og þá þurfti að bregðast skjótt við. Stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið til að sýna Maradona stuðning. Eftir að fréttist af því að aðgerðin hafi tekist vel þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að syngja nafnið hans Maradona. Fans have gathered outside the hospital in Argentina for Diego Maradona, who is scheduled to have surgery for a blood clot on his brain pic.twitter.com/401K70pXwL— B/R Football (@brfootball) November 3, 2020
Fótbolti Argentína Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira