Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 18:46 epa/Radek Pietruszka Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Hundruð þúsunda hafa mótmælt ákvörðuninni í nær tvær vikur. Michał Dworczyk, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Guardian í dag að leiðtogar stjórnarinnar réðu nú ráðum sínum og freistuðu þess að finna lausn á málinu. „Það eru samræður í gangi og það væri gott að taka smá tíma til að tala saman og finna nýjan flöt á þessari stöðu, sem er erfið og tilfinningaþrungin,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hefur sagst vilja ræða við mótmælendur og stjórnarandstæðinga til að finna lausn. Nokkuð liggur á þar sem hin fjölmennu mótmæli ganga þvert gegn fyrirmælum og vilja pólskra sóttvarnayfirvalda, sem hafa bannað fleirum en fimm að koma saman vegna Covid-19. Lögspekingar segja tafirnar ótækar Lög um þungunarrof eru ströng í Póllandi en ef ákvörðun stjórnlagadómstólsins verður fylgt eftir verða þungunarrof aðeins heimil í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða þegar þungunin er afleiðing glæps, þ.e. nauðgunar eða sifjaspells. Forseti Póllands, Andrzej Duda, hefur lagt til að lögunum verði breytt á þann veg að þungunarrof yrðu heimil í þeim tilvikum þegar fósturgallarnir myndu að öllum líkindum leiða til dauða barnsins en yrðu bönnuð þegar um væri að ræða heilkenni á borð við Downs. Hugmyndin er ekki sögð njóta nægs stuðnings í þinginu til að verða að raunveruleika. Lögspekingar segja pattstöðuna sem upp er komin verstu mögulegu niðurstöðuna í málinu en lög kveða á um að ákvarðanir stjórnlagadómstólsins séu birtar og taki gildi umsvifalaust. Það eigi ekki að vera hægt að fresta áhrifum ákvarðanna dómstólsins eftir geðþótta. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Hundruð þúsunda hafa mótmælt ákvörðuninni í nær tvær vikur. Michał Dworczyk, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Guardian í dag að leiðtogar stjórnarinnar réðu nú ráðum sínum og freistuðu þess að finna lausn á málinu. „Það eru samræður í gangi og það væri gott að taka smá tíma til að tala saman og finna nýjan flöt á þessari stöðu, sem er erfið og tilfinningaþrungin,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hefur sagst vilja ræða við mótmælendur og stjórnarandstæðinga til að finna lausn. Nokkuð liggur á þar sem hin fjölmennu mótmæli ganga þvert gegn fyrirmælum og vilja pólskra sóttvarnayfirvalda, sem hafa bannað fleirum en fimm að koma saman vegna Covid-19. Lögspekingar segja tafirnar ótækar Lög um þungunarrof eru ströng í Póllandi en ef ákvörðun stjórnlagadómstólsins verður fylgt eftir verða þungunarrof aðeins heimil í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða þegar þungunin er afleiðing glæps, þ.e. nauðgunar eða sifjaspells. Forseti Póllands, Andrzej Duda, hefur lagt til að lögunum verði breytt á þann veg að þungunarrof yrðu heimil í þeim tilvikum þegar fósturgallarnir myndu að öllum líkindum leiða til dauða barnsins en yrðu bönnuð þegar um væri að ræða heilkenni á borð við Downs. Hugmyndin er ekki sögð njóta nægs stuðnings í þinginu til að verða að raunveruleika. Lögspekingar segja pattstöðuna sem upp er komin verstu mögulegu niðurstöðuna í málinu en lög kveða á um að ákvarðanir stjórnlagadómstólsins séu birtar og taki gildi umsvifalaust. Það eigi ekki að vera hægt að fresta áhrifum ákvarðanna dómstólsins eftir geðþótta.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31