Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 18:46 epa/Radek Pietruszka Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Hundruð þúsunda hafa mótmælt ákvörðuninni í nær tvær vikur. Michał Dworczyk, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Guardian í dag að leiðtogar stjórnarinnar réðu nú ráðum sínum og freistuðu þess að finna lausn á málinu. „Það eru samræður í gangi og það væri gott að taka smá tíma til að tala saman og finna nýjan flöt á þessari stöðu, sem er erfið og tilfinningaþrungin,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hefur sagst vilja ræða við mótmælendur og stjórnarandstæðinga til að finna lausn. Nokkuð liggur á þar sem hin fjölmennu mótmæli ganga þvert gegn fyrirmælum og vilja pólskra sóttvarnayfirvalda, sem hafa bannað fleirum en fimm að koma saman vegna Covid-19. Lögspekingar segja tafirnar ótækar Lög um þungunarrof eru ströng í Póllandi en ef ákvörðun stjórnlagadómstólsins verður fylgt eftir verða þungunarrof aðeins heimil í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða þegar þungunin er afleiðing glæps, þ.e. nauðgunar eða sifjaspells. Forseti Póllands, Andrzej Duda, hefur lagt til að lögunum verði breytt á þann veg að þungunarrof yrðu heimil í þeim tilvikum þegar fósturgallarnir myndu að öllum líkindum leiða til dauða barnsins en yrðu bönnuð þegar um væri að ræða heilkenni á borð við Downs. Hugmyndin er ekki sögð njóta nægs stuðnings í þinginu til að verða að raunveruleika. Lögspekingar segja pattstöðuna sem upp er komin verstu mögulegu niðurstöðuna í málinu en lög kveða á um að ákvarðanir stjórnlagadómstólsins séu birtar og taki gildi umsvifalaust. Það eigi ekki að vera hægt að fresta áhrifum ákvarðanna dómstólsins eftir geðþótta. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Hundruð þúsunda hafa mótmælt ákvörðuninni í nær tvær vikur. Michał Dworczyk, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Guardian í dag að leiðtogar stjórnarinnar réðu nú ráðum sínum og freistuðu þess að finna lausn á málinu. „Það eru samræður í gangi og það væri gott að taka smá tíma til að tala saman og finna nýjan flöt á þessari stöðu, sem er erfið og tilfinningaþrungin,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hefur sagst vilja ræða við mótmælendur og stjórnarandstæðinga til að finna lausn. Nokkuð liggur á þar sem hin fjölmennu mótmæli ganga þvert gegn fyrirmælum og vilja pólskra sóttvarnayfirvalda, sem hafa bannað fleirum en fimm að koma saman vegna Covid-19. Lögspekingar segja tafirnar ótækar Lög um þungunarrof eru ströng í Póllandi en ef ákvörðun stjórnlagadómstólsins verður fylgt eftir verða þungunarrof aðeins heimil í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða þegar þungunin er afleiðing glæps, þ.e. nauðgunar eða sifjaspells. Forseti Póllands, Andrzej Duda, hefur lagt til að lögunum verði breytt á þann veg að þungunarrof yrðu heimil í þeim tilvikum þegar fósturgallarnir myndu að öllum líkindum leiða til dauða barnsins en yrðu bönnuð þegar um væri að ræða heilkenni á borð við Downs. Hugmyndin er ekki sögð njóta nægs stuðnings í þinginu til að verða að raunveruleika. Lögspekingar segja pattstöðuna sem upp er komin verstu mögulegu niðurstöðuna í málinu en lög kveða á um að ákvarðanir stjórnlagadómstólsins séu birtar og taki gildi umsvifalaust. Það eigi ekki að vera hægt að fresta áhrifum ákvarðanna dómstólsins eftir geðþótta.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31